2.1.2011 | 11:49
Litið yfir farin veg...
KÆRU VINIR.
Gleðilegt nýtt ár og hjartans þökk fyrir liðið ár.
Hér erum við Vilborg systir með foreldrum okkar á Sauðanesi 30.12.2010 en þá fórum við til Siglufjarðar til að vera við jarðarför fjölskylduvinar. Við fórum svo auðvitað á nesið okkar góða í leiðinni.
Ég sest nú niður að venju um áramót og lít yfir árið sem liðið er og rifja upp það helsta sem gerðist á árinu 2010.
Eftir ástvinamissi í nóvember 2009 byrjaði árið með hálfgerðum dofa og langt frameftir ári var maður að átta sig á því sem gerst hafði. Ég áttaði mig ennþá betur á því núna á aðfangadagskvöld þegar ég hlustaði á jólamessuna í útvarpinu að sorginni sópar maður ekki undir teppi , heldur verður maður að læra að lifa með henni, því hversu langur tími sem líður frá slíkum missi þá verður hann alltaf jafn sár.
Þegar upp er staðið var árið okkur gott og við gerðum margt skemmtilegt. Árið einkenndist af mikilli vinnu. Ég vann auðvitað áfram hjá Íslandspósti og er afar ánægð þar og ég rak áfram Norðurport, þó reksturinn væri erfiður og mikil vinna þar á bak við. Ég var að vinna hvern dag má segja allt árið þar til nú um jól og áramót. Miðað við árið í firra sá maður hversu þrengt hefur að í fjárhag landsmanna. Enn og aftur kynntist ég fjöldanum öllum af frábæru fólki í gegn um þetta starf og það skilar sér til baka með þakklæti og gleði.
Í Svarfaðardal var haldið upp á merkis afmæli í maí en þá varð Tommi tengdasonur minn 40. ára. Ánægjuleg helgi með góðum vinum og ættingjum og frábærri villibráðar máltíð
Við systur skelltum okkur á helgarnámskeið hjá Erni Inga í apríl til þess að undirbúa okkur fyrir minningarsýningu sem við höfðum ákveðið að halda á afmælisdegi Sollu systur þann 16.06.2010. Eftir það héldum við áfram að mála og fengum í lið með okkur Manga bróðir og konuna hans Döggu. Síðan hittumst við öll sem gátum þennan dag hér í Norðurporti á Akureyri og fögnuðum afmælisdeginum hennar Sollu saman á sýningunni. En allar myndirnar voru tileinkaðar lífshlaupi hennar á einhvern hátt, Það gerði okkur ótrúlega gott að halda uppá þennan dag- Sýningin var nefnd "Í minningu systur" - Næsta skref var síðan tekið í júlí þegar við fórum með þessa sömu sýningu í Sauðanesvitann undir heitinu "Ég er komin heim". Þangað komu margir og það var tilfinningaþrungin stund fyrir okkur að fara í vitann með þessa sýningu :)
Síðustu helgi júlí mánaðar stóðum við Vilborg svo eina ferðina enn fyrir "Hippaballi" og markaði á Ketilási í Fljótum og gekk það mjög vel. Markaðurinn var síðan færður til Siglufjarðar, sunnudaginn á eftir og gekk vel. Við nutum dyggrar aðstoðar Guggu frænku sem endranær. Þess má geta að fyrirhuguð er "Hippahelgi" í júlí á næsta ári á sama stað - undirbúningur er að hefjast !
Ofarlega í huga eru samverustundir með fjölskyldunni, þó alltaf mættu þær verða fleiri. Veikindi pabba eru einnig ofarlega í huga en þau vörðu nær allt árið en hann náði sér þó þokkalega á strik í haust og vetur en á tímabili óttaðist maður að veikindin hefðu betur en hann er seigur og þau gömlu skelltu sér á Sauðanes um jólin og komu einnig hingað til Akureyrar Það er þakkarvert að eiga þau ennþá að !
Fleira væri hægt upp að telja en ég læt þetta nægja, minningar síðasta árs geymast í hjartanu og svo er að horfa björtum augum fram á veginn.
Takmark mitt á nýja árinu er að halda áfram að byggja sjálfa mig upp með ennþá meiri hreyfingu og halda ótrauð áfram neyslu minni á hollum mat, ennþá meira af dásamlegu grænmeti og ávöxtum skal innbyrða og halda áfram að njóta þess að láta mér líða sem best á líkama og sál
Og svo auðvitað að reyna að eiga sem flestar stundir með fjölskyldu og vinum.
Með hækkandi sól vaknar von um betri lífsskilyrði hjá þessari elskulegu þjóð sem í landinu lifir !
Njótum nýja ársins elskurnar mínar, eins vel og við getum
Blessuð sé minning Sollu minnar
Málverkið hér að neðan er hluti af lokaverkefni mínu frá myndistaskóla Arnar Inga árið 2000. Það á líklega að túlka Portúgalskt þorp en samt koma Íslensk áhrif þar líka fram. En myndefnið læddist að mér í draumi eina nóttina.............
Bloggar | Breytt 3.1.2011 kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2010 | 21:40
Er ennþá í óskalögunum.......
Knús inn í nóttina !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2010 | 20:02
Það rignir aldeilis ekki en þetta lag gengur hvenær sem er.............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2010 | 19:51
Ljúfir tónar.......
Ekki leiðinlegt ? Flottur gítarleikur.
Er annars hress og kát og grúska áfram í gömlu lögunum.
Óska ykkur ljúfra stunda í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2010 | 21:47
Einu sinni enn.............Eitt fallegasta lag sem ég hef heyrt.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2010 | 20:41
Vinarkveðjur....
Sendi góðar kveðjur út í kalt vetrarkvöldið. Á Akureyri er stillt kvöld. Snjókornin dansa í léttum sveiflum og gott var að anda að sér kvöldsvalanum.
Megið þið eiga gott kvöld og góða nótt !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)