19.9.2010 | 21:39
Tími á þetta lag aftur.........
Með bestu óskum til ykkar allra.
Er í skrítnu skapi er alltaf að upplifa eitthvað sem ég vildi sleppa við að upplifa.
Knús út í geiminn !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2010 | 19:37
Þankar eina ferðina enn............
Eftir span helgarferð til Reykjavíkur er mér þörf á að segja þetta.
Hitti veikan pabba minn sem er búin að vera inn og út af sjúkrahúsum síðan í vor. Það var erfitt að sjá hvað hann hafði lagt af og hárið gránað, en hann var vel viðræðuhæfur svona inn á milli þegar hann var ekki að kasta upp.
Mér fannst erfitt að kveðja hann á sunnudaginn en fannst samt að við ættum eftir að hittast aftur.
Ég sat hálf stjörf á leiðinni norður og hugsaði um allt sem við ræddum við hann og allt það sem að á undan er gengið á tæpu ári í fjölskyldunni minni.
Ég átti góða nótt með mömmu minni þar sem ég fékk að sofa í pabba bóli og við mæðgur töluðum saman langt fram á nótt. Þá fann ég að mamma mín hafði ekki fengið ráðrúm til að syrgja Sollu systur þar sem veikindi pabba byrjuðu fljótlega eftir áramótin. Við ræddum svo margt sem aðeins er og verður okkar á milli.
Upp úr stendur að fjölskyldan mín er það sem mestu máli skiptir og í annríki dagana er vert að hugsa um það
Bloggar | Breytt 15.9.2010 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2010 | 18:52
Eitt í anda gömlu dagana...........
Knús
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kæru bloggvinir, feisbókarvinir og aðrir vinir og vandamenn !
Ykkur er hér með boðið á myndlistarsýningu mína í Norðurporti. 11 - 12 september.
Opið frá kl. 11:00 - 17:00 á laugardag og 12:00 - 17:00 á sunnudag.
Sýningin er nokkurskonar yfirlitssýning á verkum eftir mig,sem unnin voru á árunum frá 1997 - 2010.
Flest eru verkin unnin í olíu á striga og eru nokkur þeirra unnin þegar ég var í námi við Myndlistarskóla Arnar Inga" á árunum 1997 - 2000.
Önnur verk eru gerð meðfram skóla eða síðar.
Verkin eru allflest í einkaeign og því er þetta ekki sölusýning.
Nokkrar myndanna eru fengnar að láni frá eigendum þeirra en önnur eru eign okkar hjóna.
Vona að myndirnar og litirnir gleðji ykkur nú á haustdögum.
Njótum lífsins Verið velkominn.
Með vinsemd og þakklæti.
Margrét Traustadóttir
( Ef þið farið í myndaalbúm hér til hliðar, sjáið þið nokkrar myndir eftir mig en engin af þeim er þó á þessari sýningu, einnig á Vilborg systir mín nokkrar myndir þarna sem ég ætla nú ekki að eigna mér :))
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2010 | 09:29
Þankar á ágústmorgni.........
Ég hef ekki verið dugleg að skrifa hér inn. En mig langar til þess að deila þessu lagi með ykkur svona í lok verslunarmannahelgar.
Í gær fórum við hjónin á Sparitónleika á Akureyri og það var mjög gaman. Þarna voru fleiri þúsund manns saman komnir í brekkunni og á flötinni fyrir neðan leikhús bæjarins, flott skemmtiatriði og stórkostlegt sjónarspil þegar flugeldum var skotið upp í lokin og bátarnir og skúturnar upplýstar með marglitum ljósum sigldu um pollinn í bakgrunni tónleikanna. Rjómalogn og mikil stemming.
Þessi helgi hefur tætt upp í tilfinningum mínum - Ég hef hugsað mikið um verslunarmannahelgarnar sem við Solla systir áttum saman og það er svo skrítið hvað söknuðurinn rífur í mann enn og aftur.
Ég á ennþá erfitt með að trúa því að hún sé farin frá okkur og að ég geti aldrei hlegið með henni eða spjallað við hana aftur.
Árið er búið að einkennast af mikilli vinnu - Nú á ég einn frídag og þá er tími til að hugsa og kannski er það þannig að ég hafi viljandi verið sem mest upptekin til þess að reyna að hugsa sem minnst.
Eftir að sýningunni "Ég er komin heim" á Sauðanesi lauk og myndirnar okkar, flestar farnar til nýrra eigenda - er tómleikatilfinningin mikil. Það var gott að halda minningu Sollu á lofti.
Ég hef einsett mér að þetta var bara partur af því hvernig við getum haldið áfram að minnast hennar Sollu. Við munum halda því áfram á einhvern hátt í framtíðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2010 | 13:11
"Í minningu systur " Málverkasýning - samsýning í Norðurporti !
Norðurport; markaðurinn þinn Laufásgötu 1, Akureyri
Opið um helgina 19 -20.06.
Sími 618 9295 margr.tr@simnet.is nordurport.is og norðurport er á facebook.com. Opið á lau 11:00 17:00 sun 12:00_17:00 Einnig opið á miðvikudagskvöldið 16.06. frá kl. 20:00- 22:00.
Í minningu systur
Myndlistarsýning verður opnuð í Norðurporti miðvikudaginn 16.06 2010. Klukkan 20:00 Sýningin er helguð minningu Sólveigar Traustadóttur sem lést 30. nóvember 2009.Sólveig var mjög listfeng kona og við systur hennar Vilborg og Margrét viljum fagna lífshlaupi hennar á afmælisdegi hennar með sýningunni Í minningu systur. Sólveig hefði orðið 59 ára þann 16. júní. Gestamyndir verða frá bróður okkar Magnúsi Hannibal og konu hans Dagbjörtu. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á sýninguna sem unnin er út frá þeirri lífsreynslu að missa ástvin. Í vetur höfum við unnið úr tilfinningum okkar og m.a. notað liti og striga til þess að túlka þær. Markaðurinn í Norðurporti verður opinn þetta kvöld. Sýningin verður áfram í Norðurporti til 18 júlí og er opið þar allar helgar. Hlökkum til að sjá ykkur.
Magga og Ippa.
-------------------------------------------------------------------------
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2010 | 21:22
Rólegt kvöld og íhugun....
Eftir góðan göngutúr í kvöld og lestur á ræðu prestsins sem jarðsöng
Sollu systur mína, hrönnuðust hugsanir upp.
Minningar og fallegar myndir úr fortíðinni.......................
....minningar um allt það góða og fallega sem lífið hefur gefið okkur...
.....og þakklæti til guðs fyrir það sem okkur hefur verið gefið og það hversu
heppin við erum að hafa átt hana Sollu að og eiga ennþá hvort annað.
Ég upplifi á hverjum degi þann dag sem ég fékk fréttir af andláti hennar
og hugurinn fer í gegn um þessa erfiðu daga - aftur og aftur.
Á hverju kvöldi kveiki ég á kerti við hlið myndar af henni og oftar en ekki
falla tár þegar ég geng þar framhjá. Oft stoppa ég, tek fyrir andlitið og
brest í grát og spyr " Afhverju " ? Svörin eru auðvitað engin ....
En uppúr stendur þakklæti fyrir síðustu samtöl okkar og samfylgdina alla.
Solla var svo söngelsk, ljóðræn og listhneigð - Þessi lög og þessi skrif eru tileinkuð henni !
Bloggar | Breytt 19.2.2010 kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2010 | 21:53
Og Portugal.....eurovision 2010...
Stuð í þessu ...
Stuð í þessu !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2010 | 18:10
Þankagangur...
Falleg lag frá Noregi þetta árið í eurovision og segir svo margt .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2010 | 17:54
Sól hækkar á lofti....
Er búin að vera veik síðustu dagana og finnst það ömurlegt. Fékk þá gömlu tilfinningu í morgun þegar ég heyrði alla bílaumferðina um Vestursíðuna um átta leitið, hvað mér fannst leiðinlegt s.l. vetur að hafa ekki vinnu og fann einhvernvegin engan tilgang í lífinu, þegar flestir aðrir voru á leið til vinnu. Þá var það Norðurport sem bjargaði mér - Ég var alltaf með eitthvað í bígerð í sambandi við Norðurport um helgar sem kom mér á fætur þó þessi venjulega rútína væri ekki fyrir hendi.
En núna hef ég vinnu og finnst ekki gott ef ég kemst ekki þangað - Svo fór ég að hugsa eins og svo oft síðustu vikurnar, til systur minnar sem var rúmliggjandi nánast alveg frá því í júlí 2009 þar til hún lést þann 30.11.2009. Hversu ,mikið álag það hefur verið að finna þrótt sinn dala hægt og hægt .......Þvílíka hetjan sem hún var og hún sýndi okkur öllum hversu þakklát við megum vera fyrir líf okkar og heilsu.
Sendi hér eitt af mínum uppáhaldslögum.
Sem minnir okkur á að við getum öll verið viðbúin breytingum hvar sem við dveljum í veröldinni þó við kjósum það alls ekki !
En falleg laglína - ekki satt ? En ég auðvitað elska Bítlana enda af þeirri kynslóðinni !
Knús
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)