Hulda Margrét Traustadóttir
Ég er fædd í Djúpuvík á Ströndum. Ólst síðan upp á Sauðanesi við Siglufjörð frá fimm ára aldri. Hef búið víðar á landinu. Í Hrútafirði, Egilsstöðum og á Reyðarfirði og hef verið búsett á Akureyri frá því haustið 1991, ásamt manni mínum José Moreira sem er frá Portugal. Eitt sumar dvöldum við í Portugal.
Var starfsmaður í Landsbankanum og hafði verið í 27.ár, var sagt upp störfum þann 22.10.2008. Tæpu einu ári síðar fékk ég vinnu hjá Íslandspósti, póstmiðstöðinni á Norðurtanga á Akureyri og uni ég hag mínum vel. Fystu ár mín á vinnumarkaði vann ég hjá Pósti og síma sem þá var. Svona fer lífið stundum í hringi
Á árum áður var ég í hinum ýmsu leikfélögum, þar sem ég bjó hverju sinni. Lengst var ég þó í Leikfélagi Reyðarfjarðar þar sem ég bæði tók þátt í leiksýningum sem leikari og einnig samdi ég og setti þar upp nokkur leikrit og samdi ýmist annað efni fyrir hin ýmsu tækifæri, þorrablót og fleira.
Hér fyrir norðan fór ég í myndlistarnám, tók bæði námskeið í Myndlistarskólanum á Akureyri og lauk síðan þriggja ára námi frá Myndlistarskóla Arnar Inga. Er að vinna að myndlist í frítíma mínum. Mála aðallega með olíulitum. Hef einnig lært vantnslitatækni og pastelmálun. Mála aðallega það sem andinn blæs mér í brjóst hverju sinni.
Á útskriftarsýningu minni frá mynlistarskóla Arnar Inga gaf ég einnig út ljóðabók þar sem hvert ljóð tilheyrði mynd. Bókin heitir "Það sem ég get og vil"
Ég hef haldið nokkrar myndlistarsýningar. Á Siglufirði, Reyðarfirði og Akureyri einnig tvær sýningar í Portugal og nokkrum samsýningum hef ég tekið þátt í . Á Skagaströnd, Akureyri og Dalvík. Síðast sýndi ég myndir og ljóð á "Bláu könnunni" á Akureyri haustið 2007.
Mér finnst ég vera mjög rík ég á tvær uppkomnar dætur og fjögur barnabörn og svo á maðurinn minn eina dóttur sem býr í Portugal.
Þann 6.12.2008. Opnaði ég markaðinn Norðurport að Dalsbraut 1. á Akureyri. Þetta er markaður fyrir notað og nýtt og fyrsta helgin fór fram úr björtustu vonum. Fullt af sölufólki og gestum.
Ég vil benda á síðuna http://nordurport.is þar getið þið skoðað allt um Norðurport.