Rólegt kvöld og íhugun....

Eftir góðan göngutúr í kvöld og lestur á ræðu prestsins sem jarðsöng

Sollu systur mína, hrönnuðust hugsanir upp.

Minningar og fallegar myndir úr fortíðinni.......................

....minningar um allt það góða og fallega sem lífið hefur gefið okkur...

.....og þakklæti til guðs fyrir það sem okkur hefur verið gefið og það hversu

heppin við erum að hafa átt hana Sollu að og eiga ennþá hvort annað.

Ég upplifi á hverjum degi þann dag sem ég fékk fréttir af andláti hennar

og hugurinn fer í gegn um þessa erfiðu daga - aftur og aftur.

Á hverju kvöldi kveiki ég á kerti við hlið myndar af henni og oftar en ekki

falla tár þegar ég geng þar framhjá. Oft stoppa ég, tek fyrir andlitið og

brest í grát og spyr " Afhverju " ?  Svörin eru auðvitað engin ....

En uppúr stendur þakklæti fyrir síðustu samtöl okkar og samfylgdina alla.

Solla var svo söngelsk, ljóðræn og listhneigð - Þessi lög og þessi skrif eru tileinkuð henni !

Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Knús til þín.

Anna Guðný , 21.2.2010 kl. 01:36

2 Smámynd: Sigrún Óskars

amazing grace alltaf fallegt

knús til þín

Sigrún Óskars, 3.3.2010 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband