15.6.2010 | 13:11
"Í minningu systur " Málverkasýning - samsýning í Norðurporti !
Norðurport; markaðurinn þinn Laufásgötu 1, Akureyri
Opið um helgina 19 -20.06.
Sími 618 9295 margr.tr@simnet.is nordurport.is og norðurport er á facebook.com. Opið á lau 11:00 17:00 sun 12:00_17:00 Einnig opið á miðvikudagskvöldið 16.06. frá kl. 20:00- 22:00.
Í minningu systur
Myndlistarsýning verður opnuð í Norðurporti miðvikudaginn 16.06 2010. Klukkan 20:00 Sýningin er helguð minningu Sólveigar Traustadóttur sem lést 30. nóvember 2009.Sólveig var mjög listfeng kona og við systur hennar Vilborg og Margrét viljum fagna lífshlaupi hennar á afmælisdegi hennar með sýningunni Í minningu systur. Sólveig hefði orðið 59 ára þann 16. júní. Gestamyndir verða frá bróður okkar Magnúsi Hannibal og konu hans Dagbjörtu. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á sýninguna sem unnin er út frá þeirri lífsreynslu að missa ástvin. Í vetur höfum við unnið úr tilfinningum okkar og m.a. notað liti og striga til þess að túlka þær. Markaðurinn í Norðurporti verður opinn þetta kvöld. Sýningin verður áfram í Norðurporti til 18 júlí og er opið þar allar helgar. Hlökkum til að sjá ykkur.
Magga og Ippa.
-------------------------------------------------------------------------
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.