Þankar á ágústmorgni.........

 

Ég hef ekki verið dugleg að skrifa hér inn. En mig langar til þess að deila þessu lagi með ykkur svona í lok verslunarmannahelgar.

Í gær fórum við hjónin á Sparitónleika á Akureyri og það var mjög gaman. Þarna voru fleiri þúsund manns saman komnir í brekkunni og á flötinni fyrir neðan leikhús bæjarins, flott skemmtiatriði og stórkostlegt sjónarspil þegar flugeldum var skotið upp í lokin og bátarnir og skúturnar upplýstar með marglitum ljósum sigldu um pollinn í bakgrunni tónleikanna. Rjómalogn og mikil stemming.

Þessi helgi hefur tætt upp í tilfinningum mínum - Ég hef hugsað mikið um verslunarmannahelgarnar sem við Solla systir áttum saman og það er svo skrítið hvað söknuðurinn rífur í mann enn og aftur.

Ég á ennþá erfitt með að trúa því að hún sé farin frá okkur og að ég geti aldrei hlegið með henni eða spjallað við hana aftur.

Árið er búið að einkennast af mikilli vinnu - Nú á ég einn frídag og þá er tími til að hugsa og kannski er það þannig að ég hafi viljandi verið sem mest upptekin til þess að reyna að hugsa sem minnst. 

Eftir að sýningunni "Ég er komin heim" á Sauðanesi lauk og myndirnar okkar, flestar farnar til nýrra eigenda - er tómleikatilfinningin mikil. Það var gott að halda minningu Sollu á lofti.

Ég hef einsett mér að þetta var bara partur af því hvernig við getum haldið áfram að minnast hennar Sollu. Við munum halda því áfram á einhvern hátt í framtíðinni.

Heart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

kveðjur

Sigrún Óskars, 9.8.2010 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband