14.9.2010 | 19:37
Þankar eina ferðina enn............
Eftir span helgarferð til Reykjavíkur er mér þörf á að segja þetta.
Hitti veikan pabba minn sem er búin að vera inn og út af sjúkrahúsum síðan í vor. Það var erfitt að sjá hvað hann hafði lagt af og hárið gránað, en hann var vel viðræðuhæfur svona inn á milli þegar hann var ekki að kasta upp.
Mér fannst erfitt að kveðja hann á sunnudaginn en fannst samt að við ættum eftir að hittast aftur.
Ég sat hálf stjörf á leiðinni norður og hugsaði um allt sem við ræddum við hann og allt það sem að á undan er gengið á tæpu ári í fjölskyldunni minni.
Ég átti góða nótt með mömmu minni þar sem ég fékk að sofa í pabba bóli og við mæðgur töluðum saman langt fram á nótt. Þá fann ég að mamma mín hafði ekki fengið ráðrúm til að syrgja Sollu systur þar sem veikindi pabba byrjuðu fljótlega eftir áramótin. Við ræddum svo margt sem aðeins er og verður okkar á milli.
Upp úr stendur að fjölskyldan mín er það sem mestu máli skiptir og í annríki dagana er vert að hugsa um það
Athugasemdir
Sigrún Óskars, 14.9.2010 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.