Miðvikudagur 21.febrúar.....

Góðan daginn.Grin Þessi dagur lofar góðu.

 Langar til þess að tjá mig aðeins um eurovision keppnina. Aldrei þessu vant var þetta spennandi keppni og ekki fyrirséð hver kæmi til með að vinna. Var alveg sátt við ÖLL lögin en var líka alsæl með vinningshafann. Kom þarna fram af miklu öryggi og með stórgott lag. Held við séum í góðum málum með Eirík fyrir Íslands hönd úti í Finnlandi.W00t Ekki verra að vita að hann verður líklega samt sem áður í þættinum norræna sem kynnir öll lögin í keppninni....þetta verður bara gaman.

En hvað með þessa keppni og áhuga svo margra á henni ? Ég hef alla tíð fylgst vel með henni og haldið þessa kvöldstund hátíðlega með fjölskyldunni. Bara eitthvað skemmtilegt við þetta í byrjun vors að sjá allar þessar þjóðir samankomnar að flytja hver sitt lag sem valið er hverju sinni í keppnina. Ekki síst það að hlusta á öll þessi framandi tungumál sem sungið var á hérna einu sinni - verð að segja að ég sakna þess stundum - en auðvitað eiga nú fleiri þjóðir kost á að vinna þar sem enskan er orðin mjög algeng í söngnum, en samt sem áður heyrir maður sem betur fer einkenni þjóðanna oftast í gegn .

 Sú sem þetta skrifar er semsagt forfallin áhorfandi þessarar keppniInLoveLifið heil þar til næst.

Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammálaí öllum atriðum:)

ippa (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 10:26

2 identicon

Hef erft Eurovision áhugann frá þér..er nú þegar búin að downloada öllum þeim lögum frá öllum þeim löndum sem búin eru að velja lög!!

Stella..

Stella (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband