Föstudagar eru góðir dagar.......

...því þá er helgin framundan og hægt að sinna svolítið áhugamálum í bland við þetta hefðbundna sem við húsmæður þurfum að klára, þrif og þvotta og allt það. En það er aldrei svo að við finnum okkur ekki stund til þess að gera eitthvað fleira eða gera bara alls ekki neitt.

Annars hefur vinnuvikan verið góð. Byrjaði daginn á því að hlaupa í strætó til þess að komast í vinnuna í dag, ekki leiðinlegt að taka strætó á Akureyri þar sem það kostar ekki neitt, ég er mest hissa á því hversu fáir fullorðnir notfæra sér það en finnst það þó heldur hafa aukist. Verð að segja að mér finnst alveg frábært að þessu var komið á !!

Ég ætla að finna mér dagpart þessa helgi og mála svolítið mér til ánægju, var svo heppin að fá inni á vinnustofu núna eftir að hafa verið án þess að taka í pensil síðan fyrir jól. Góða aðstaðan mín var semsagt í húsi sem þurfti að víkja fyrir stærra Glerártorgi....æ, það var svo góður staður en... semsagt núna er ég að fara á vinnustofu þar sem fimm hressar konur eru að mála og ég get ekki beðið eftir því að koma mér þar fyrir og byrja að mála, er þeim afar þakklát fyrir að bjóða mér að vera með þegar pláss losnaði :)

Góða helgi.....Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gaman að þessu.  Frábært að hafa frítt í strætó!  Góða helgi.

Vilborg Traustadóttir, 23.2.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband