Hundurinn Dalí...

Verð að skrifa svolítið um hann Dalí okkar, ljúflinginn, óþektarorminn og orkubombuna.

Ég ætlaði svo sannarlega ekki að fá mér hund. Nei, nei, nei....en svo var komið með tvo litla hvolpa í heimsókn til okkar, tveggja mánaða dúllur af Border collie tegund, fyrir þremur árum.  Annar skondraði beint inn á svefnherbergisgólf og lét líða frá sér "bjakk" en hinn vildi koma til okkar og virtist kunna svo vel við okkur og hann var svo sætur og með SVO fallegan feld. JA SO....bráðnuðum við ekki bæði fyrir þessum litla hvolpi og ákváðum að fá hann lánaðan eina helgi og sjá til hvernig gengi, það var ekki að sökum að spyrja, við vorum eins og ungamömmur hjónin og síðan hefur hann Dalí verið hjá okkur bæði til mikillar gleði og fyrir honum höfum við nú líka þurft mikið að hafa.

En það fylgir þessu, út að ganga þrisvar á dag, baða, bursta feld og tennur. Veikindi, slysfarir og allt eftir því. En hann er nú samt orðin einn af okkar fjölskyldumeðlimum og við sjáum ekki sólina fyrir honum Dalí.

Fyrsti dagurinn:

Ég var ein heima og var sko alls ekki vön því að hafa hund inni á mínu heimili, í sveitinni heima voru þessi "kvikindi" höfð úti í fjósi eða í mesta lagi niður í kjallara, ef það var hundur yfirleitt á heimilinu. Man svo sem ekki eftir nema einum eða tveimur af Íslensku kyni með hringað skott. Já, sem sagt þarna vorum við ég og hvolpurinn í sitt hvorum sófanum hann meira og minna sofandi og ég á vaktinni. Ég gerði ekki handtak allan morguninn, hélt vöku minni útí eitt og maðurinn minn var frekar hissa þegar hann kom heim og ég sagði honum að nú yrði hann að passa því ég þyrfti að þrífa. Hann var hins vegar vanari hundum og tók þetta létt, og fór að kenna honum hlýðni og ýmsar kúnstir og gekk vel. Þannig að í dag getur hann leikið hinar ýmsu listir.

Það gekk ýmislegt á til að byrja með en svo sjóaðist ég nú í þessu og geri nú öll mín heimilisstörf án vandkvæða enda liggur þessi öðlingur þá fyrir á meðan og lætur líða úr sér, sæll og glaður.

Meira síðar af Dalí.

Magga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband