25.2.2007 | 18:28
Framhald af skrifum um Dalí.....
Hér fyrir neðan ætla ég að skrifa um þær tilfinningar sem bærst hafa með mér síðan hann kom til okkar.
Ánægja.
Að fara með hann út að ganga í góðu veðri og sjá hvað hann er frjáls og glaður, að sjá hann hlaupa í sveitinni, synda í sjónum, að sjá hann hreinan og fínan og nýburstaðan, félagskapurinn líka og það hversu vel er tekið á móti manni þegar maður kemur heim eftir að vinnudegi líkur.
Sorg.
Að fara með Dalí til dýralæknis eftir að hann hafði verið bitin af öðrum hundi og mátti engu muna að við misstum hann. En aðgerð, góður dýralæknir og nokkrir tugir þúsunda björguðu honum. það er líka sorg að þurfa að fara frá honum ef farið er í frí til útlanda - en líka mjög gaman þegar maður kemur heim.
Ergilegast.
Að vera vakin snemma á dimmum vetrarmorgni um helgi og þurfa að fara út, hvernig sem viðrar.
Gleði.
Tel það vera mannbætandi að eiga dýr. Og oftar en ekki veitir það mér gleði.
Nokkurnvegin svona upplifi ég samveru okkar í þessu lífi.
Athugasemdir
Já dýr eru yndislegir félagar...oftast....
Dalí er náttúrulega bara snillingur.. Samt eins gott að hann hitti ekki kisurnar mínar þær Mímí og Pöllu. (Kisurnar Geirs Ægis að vísu en amma og afi passa þær)..
Vilborg (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.