1.3.2007 | 10:33
Messufall..........
Æi, fellur niður messan hjá Gospel kórnum frá Eyjum. Vonast samt sem áður til þess að komast. Skyldi nú flensan vera farin að herja á mannskapinn ?
Er komin í svo mikla þörf fyrir að hitta fólkið mitt og knúsa barnabörnin. Verðurútlit ekkert sérstakt eins og er en við höldum í vonina. Þori ekki að minnast á ferðalag við Dalí sem fer þá strax að bíða við útidyrnar og spennast allur upp. Þegar ég minnist á krakkana sérstaklega Sölva hleypur hann í hringi og fer út á svalir að kíkja - heldur að hann sé að koma, auðvitað meira fjör að vera með krökkunum en okkur gömlu skörunum endalaust. Tinna er líka í uppáhaldi en Hrönn er vel á verði gagnvart honum enda er hann örugglega frekar stór í hennar augum. Stendur vonandi til bóta.
Sjáumst VONANDI dúllurnar mínar.....
Athugasemdir
Það var mjög gaman um helgina..
Stella (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 10:33
Leitt að missa af stuðinu!!!!
Kveðjur að vestan....
Magnús Þór Jónsson, 5.3.2007 kl. 21:23
Stuð stuð stuð............
Vilborg systir (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.