6.3.2007 | 08:43
Gaman saman....
Verð að segja að ferðalagið okkar heppnaðist vel og við áttum mjög skemmtilega helgi og ekki síst kvöldstundin heima hjá mömmu og pabba í Austurbrún en þangað komu allir þeir fjölskyldumeðlimir sem gátu. Það var ekki mikið mál fyrir José að skella í tvo stóra potta af svínakjöts pottrétti, Vilborg bakaði spelt brauðin og útbjó þetta fína hvítlaukssmjör og þessu ásamt salati var svo skolað niður með þeim veigum sem hver vildi og lagði til eða var bara í vatninu.
Ekki mikið mál að útbúa svona og þarf ekki mikin undirbúning. En þvílíkt gaman að hittast svona, spjalla, taka lagið og hlægja saman. Bara verst að þarna vantaði nokkra stuðbolta, Magga og co af nesinu, Braga sem var að vinna og Eygló og Atla sem var lasin, Krissa sem var í bústað og Geirana, annar á sjó og hinn að láta sér batna eftir aðgerð og svo auðvitað Þóru sem er í Danmörku og Raggi, Tommi og Gunni voru líka fjarri góðu gamni og auðvitað Jonni bróðir og fjölskylda. En svona er þetta ekki alltaf hægt að ná öllu liðinu saman en við vorum samt um 20. Það var líka hreint frábært að við systur þrjár gátum sprellað svolítið saman eftir langan aðskilnað.
Þessi helgi leiðir af sér þær hugleiðingar að skella nú unga fólkinu í nefnd og ákveða eina góða helgi saman á Sauðanesi í sumar. Börn Trausta og Huldu, þeirra börn og barnabörnin.
Ætla hér með að kasta boltanum til Stellu og Drífu og biðja þær að koma málinu í gang....heyrði á krökkunum að þau eru spennt fyrir þessu. Svo nú er bara að virkja ungdóminn og láta verða af þessu. Jonni leyfir okkur áræðanlega að tjalda og það er svo margt hægt að finna sér til þess að gera. Engidalur, fjöruferð, grill, miðnætursól.........
Og ekki má gleyma að útbúa góða söngtexta þar sem okkur heyrðist þarna um kvöldið að ekki var nóg að hver syngi með sínu nefi - sem er nú bara fínt en það var orðið svolítið flókið þegar margar útgáfur voru komnar af textum þeirra laga sem sungin voru. Mángi söng t.d. um öskuhaug þegar hann átti að syngja um kirkjugarð !! Minnið okkar ekki alveg að gera sig. Og náttúrulega góð áskorun til Mánga að æfa sig á Cat Stevens prógrammi.
Það var frábært að sjá hvað Öddi er seigur á gítarinn og heyra "stelpurnar okkar" taka lagið af snilld. Það var líka góð hugmynd að vera með leiki. Gaman, gaman Dáist að ykkur krakkar hvað þið eruð hæfileikarík og skemmtileg.
Koma svo - Öddi, Harpa, Trausti Veigar, Emil, Stella, Raggi, Hulda, Tommi, Drífa, Gunni, Krissi, Geir, Jón Bjarki, Hallur og ykkar kvinnur, Þóra, Danni og svo Atli og aldursforsetinn Maggi og frú.... Vona að allir verði með.
Lílla, lílla, líllan lei.........væri þetta ekki skemmtilegt ???
Athugasemdir
Líst ROSA vel á þetta..við Drífa ættum nú ekki að vera í vandræðum með að fara í þetta, þetta væri æðislegt, ekkert smá langt síðan að ég t.d hef farið á Sauðanes.
Seinnipartur júní væri góð hugmynd, þar sem margir eru farnir í frí í júlí..er það ekki bara hugmynd??
Stella.
Stella (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 13:01
Stella hér með orðin formaður undirbúningsnefndar
................. Gaman að þessu....
Vilborg systir (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 14:24
Aldursforsetinn já! Hálf svitnaði nú undir því.......
Svo þegar ég náði andanum aftur held ég að þetta gæti nú orðið skemmtilegt. Reyndar sem gamall aðstoðarbóndi á Sauðanesi myndi ég telja það þurfa að vera fyrsta verk að fá samþykki sveitarhöfðingjans fyrir samkomunni, sem og tímasetningar á henni. Spurning um tjaldstæði og tún. Hins vegar væri lok júní fín tímasetning fyrir mig, júlí og ágúst nokk frátekin.
Eyjapæjur! Koma svo.....
Magnús Þór Jónsson, 6.3.2007 kl. 14:27
Takk fyrir síðast! Ýkt gaman! Jú endilega að gera alvöru úr þessu Sauðanesævintýri! En þarf svo sem einhverja nefnd? Alla vega má gjarnan skoða það. Mæli með að Öddi bró verði í söngbókarnefndinni þar sem hann mun væntanlega spila einna mest undir. Magga móða mun vonandi grípa í græjurnar sem og Hallur sem komu með góða takta á laugardagskvöldið. Ætla að vona að þetta partýstand fyrsta laugardag í mars sé komið til að vera.
Kveðja Drífa Þöll
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 16:31
Já, málið er bara að tala við Jonna og fá samþykki hans fyrir því að við tjöldum á svæðinu og fáum salernisaðstöðu..þetta væri svaka gaman. Drífa við þurfum bara að græja það að tala við Jonna..ég skal svo sjá um að semja bréf og senda á línuna þegar dagsetningin er klár..þetta yrði BARA gaman
Væri best að fá samþykki bóndans og dagsetningu sem fyrst svo hægt væri að taka helgina frá
Stella (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.