20.3.2007 | 08:38
Þriðjudagur 20. mars...
Komin tími til að skrifa eitthvað hér. Vaknaði upp við þann vonda draum að allt í einu er komin 20.mars og skattframtalið ógert.... OMG..tekst alltaf að lenda á síðustu dögunum, mitt fyrsta verk í morgun var því að biðja um frest á leiðindunum og létti mjög eftir það, en verð samt að klára þetta í vikunni. Skil ekki hvað mér leiðist þetta, fæ alltaf léttan hroll þegar þessi tími nálgast. En flestar tölurnar eru nú þegar komnar inn á blöðin. Svo þetta reddast allt saman eins og venjulega !!
Annars, er ég að jafna mig eftir flensu sem heltist yfir mig á föstudaginn, var orðin verulega lasin þegar ég kom heim úr vinnu á föstudaginn og missti má segja úr laugardaginn alveg, og svaf út í eitt í svita og hita með kvef og höfuðverk. Var við rúmið á sunnudaginn en tók mig svo til, þrátt fyrir lasleikann og skúraði yfir gólfin, sem ekki var vanþörf á, fór síðan í sturtu og var bara nokkuð hress á eftir. E.t.v. hefur þessi hreinsun gert gæfumuninn, fór öll að skríða saman eftir þetta.
Vinnuvikan söm við sig, kuldi og snjór úti en sól í sinni þrátt fyrir þessi skrif hér á undan.
Friður ríkir í fjallasalnum - eða þannig.
Meira fljótlega. Njótum lífsins.
Magga
Athugasemdir
Gott að þú ert ekki lengur "under-cover".
Vilborg systir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 11:09
Var vissulega "uder cover" í orðsins fyllstu.
Hulda Margrét Traustadóttir, 20.3.2007 kl. 11:51
under cover...leiðréttist hér með....
Hulda Margrét Traustadóttir, 20.3.2007 kl. 12:17
Bréfin fara af staða í dag eða á morgun..
Stella.
Stella (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.