Gleðilega páska...

Mikið rosalega líður tíminn fljótt, fríið rétt að byrja þegar það er búið. Dásamlegt að eiga fimm daga frí og að þessu sinni eins og oft áður var ég svo heppin að tvö af barnabörnunum mínum sem enn eru bara þrjú voru í skiðaferð hér fyrir norðan með foreldrum sínum þeim Huldu og Tómasi. Sú yngri Hrönn er þó ekki farin að endast allan daginn í fjallinu svo ég naut góðs af og fékk hana til mín um eða eftir hádegið. Við brölluðum margt saman, vorum mikið úti með hann Dalí og lásum og sungum,(gaman að eiga gítar á heimilinu og geta reddað sér með auðveldustu lögin, bíð mig fram í barnasönginn á Sauðanesinu góða á Sauðanesmótinu ...) hún er mikil guðs gjöf hún Hrönn eins og þau öll þrjú, mikill karakter og afar skemmtileg. Minningarnar hlaðast upp og þakklætið fyrir það að eiga þessa engla er mikið. Og einnig koma upp í hugann svo margar minningar um dæturnar mínar og svo margt sem gerðist hjá okkur þegar þær voru að alast upp, minningar sem aldrei gleymast og maður geymir sem fjársjóð í huga sér. Tvær ungar konur búnar að mennta sig hver til síns áhugasviðs og gengur vel í vinnu sem og í fjölskyldulífi. Hversu góð tilfinning það er eftir allt og allt ......sem lífið hefur boðið okkur ........en þannig er það alltaf, hefur maður alltaf breytt rétt eða ??? Stór spurning......en aðalmálið að fólk sé ánægt í dag.

Lífið tifar áfram, og nú er eitt lítið barnabarn í viðbót á leiðinni, því verður vel fagnað inn í fjölskylduna og maður verður ríkari og ríkari....og vonar jafnframt eins og alltaf að meðganga og fæðing gangi vel.

Aldraðir foreldrar mínir búa ennþá saman og í sínu eigin húsnæði, systir mín sem barist hefur við krabbamein í nær eitt ár kemur vel út úr skoðun eftir meðferð, önnur systir berst galvösk við MS sjúkdóminn, svo galvösk að maður man varla eftir því að hún er veik, einnig er bróðir minn með þann sama sjúkdóm en heldur sínu striki ótrauður. Við hin reynum að fylgjast með og vera til hjálpar og sem stoðir ef með þarf. 

Hvað stendur þá eftir á þessum páskum. Þakklæti, þakklæti og aftur þakklæti til almættisins sem ég trúi af barnslegri einlægni að vaki yfir okkur öllum og því hef alltaf trúað, hingað til hefur það aðeins gert mér gott og ég trúi því líka að það eigi ekki eftir að breytast.

 Eitt er efst í huga þökk !!

Lifið heil. Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakklætið er móðir svo margra góðra tilfinninga.. Takk fyrir góð orð til mín.

Vilborg systir (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 21:15

2 identicon

Fallega skrifað mamma  Við vonum að allt gangi vel hjá öllum

Stella (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 11:18

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk dúllurnar mínar. MT

Hulda Margrét Traustadóttir, 10.4.2007 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband