30.4.2007 | 18:56
Sumar og sól..........
Halló, halló. Veðrið er búið að vera svo gott hérna fyrir norðan um helgina að maður trúir því varla að það eigi eftir að kólna aftur :) En svona er þetta, við getum alltaf búist við "bakslögum" í veðrinu hér á þessu landi. Og við tökum því bara eins og hverju öðru hundsbiti. En ósköp er nú þægilegt að labba bara útúr dyrunum á léttum skóm og bolnum einum saman klukkan níu að morgni eins og ég gerði hérna um helgina og hlusta á hrossagauk og spóa, heiðlóuna og alla hina fuglana :) Við nutum þess að nota þessa morgna við Dalí og tókum okkur góða göngutúra. Verð að viðurkenna að mikið langaði mig út þegar ég sat föst við vinnu mína í bankanum í dag.
Mér var boðið að taka þátt í sýningu hjá honum Erni Inga, ætla að athuga hvort eitthvað skemmtilegt bankar á dyrnar í huga mínum.
Svo eru kosningar á næsta leiti og ég er ekki búin að gera upp hug minn, tek mér tíma í að íhuga það og svo kemur eurovision og það verður nú spennandi.....
Lifið heil og "all the best" from Akureyri.
Magga
Athugasemdir
Æði, mikið vildi ég sjá sýninguna.
Vilborg Traustadóttir (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 01:43
Já..ég held að ég sé búin að ákveða hvað ég kýs..sko í kosningunum.
Í Eurovision er ég enn í vafa
Stella (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.