26.6.2007 | 22:47
Ættarmót...
Halló, halló.
Föstudagur 22.06. Kvöld á Sauðanesi, sólarlag og blíða.
Allir að tínast HEIM. Gaman, tjaldað, heilsað og glaðst.
Laugardagur 23.06. Veður gott, mætt í mjaltir á nesinu góða snemma morguns, börnin alsæl - prufuðu að mjólka og smakka volga mjólkina .Hænur og hanar hestar og kindur, heima-alningar, kisur og hundar allt um kring. Sveitalíf eins og það best gerist.
Síðar um daginn opnun myndlistasýningar í vitanum, þáttakendur systkinin frá Sauðanesi og fleiri þeim tengdir og börnin sem nú eiga heimili á Sauðanesinu, aðsókn nokkur frá Siglufirði og nokkur verk seld fyrir lok sýningar.
Kvöldið ógleymanlegt í garðinum á nesinu, gjörningur Vilborgar, maltöl og hrískex, innkoma frá Jonna, upplestur frá gömlu góðu árunum á Nesi í samantekt undirritaðar, upplestur úr gömlum bréfum og dagbókum frá 1964 til 1969. Og upphaf bókar Jóns Bjarka, lesið af honum.Solla las sendibréf frá 1968 sem hún skrifaði Möggu í húsmæðraskólann á Staðarfelli, afar fróðlegt !!! og skemmtilega lesið well.....
Sunnudagur 24.06.2007. Magga "móða" 55 ára gömul. Dagurinn hlýr og lygn 18 stiga hiti og logn. Fleiri komu á vita-sýninguna og fólk eigraði um bakkana í góða veðrinu og rifjaði upp gamlar minningar og fræddi utanaðkomandi um lífið sem var.
Ógleymanlegir dagar, og upp úr stendur samveran og ekki síst samveran við mömmu og pabba sem virtust njóta þess í botn að við hittumst öll saman, loksins.
Þökk sé ykkur öllum, dætur mínar og ykkar fjölskyldur, systkini mín, frændfólk, börn, barnabörn Trausta og Huldu,fyrir þessa ógleymanlega helgi, Jonni minn Herdís og börn, þökkum ykkar hlut í því að við gátum komið saman og eins og við mátti búast voruð þið gestgjafar okkar, til fyrirmyndar, þó svo að við trufluðum ykkar daglega líf í sveitinni. Þið eruð "æði"
Einn lítill sagði við mömmu sína" Mig langar að eiga heima á Sauðanesi" og það var Sölvi Fannar Ragnarsson sem lagði ást á litlu tíkina og vildi fá að eiga hana og fara með hana heim því hún var svo ljúf og góð.
Gott ævintýri er á enda, en vonandi upphafið að fleiri góðum samverustundum, hvar sem er og hvenær sem er.
Systur mínar Solla og Vilborg - það var gaman að hitta ykkur og bræður mínir Jonni og Mángi líka, Braga og hans fjölskyldu var sárt saknað, einnig Ödda frænda "gítarspilara" og Hörpu. Þóra Huld og fjölskylda voru fjarri í Danaveldi - söknuðum þeirra líka. Elsku mamma og pabbi, þið eigið svo stórt pláss í hjarta mínu og ég vonast til þess að hafa ykkur á meðal okkar sem allra lengst.
Hittumst sem allra fyrst og njótum þess að vera til.
Meðal annara orða Dalí svaf í sólarhring eftir heimkomuna og sefur meira og minna enn - sá hefur aldeilis notað kraftana í fætingnum við Póló og hlaup um grænar grundir....
Enn og aftur segi ég, munum uppruna okkar og treystum fjölskylduböndin.
Magga "móða" sem Solla gaf uppnefnið Dollý um helgina ...................skil ekki alveg hvers vegna kannski kílóin hm...hm....sem hafa sallast á með árunum 55 !!!
Athugasemdir
Það veit enginn hver er næstur.............."Dollý" mín.... Takk fyrir síðast og sjáumst hressar.
Vilborg Traustadóttir, 27.6.2007 kl. 00:30
Þetta var æði..rosalega gaman..takk fyrir frábæra helgi
Stella (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 12:28
takk fyrir frábæra helgi en þú hefðir þurft að grípa meira í gítarinn! maggi er með hugmynd að hittast eftir tvö ár í trékyllisvík. ég hef sett hann í nefndina!
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 16:38
Sömuleiðis takk, frábær helgi, já gítarinn var til staðar en gripin þrjú eitthvað að stríða mér eða skortur á æfingu líklega frekar. Ödda var líka sárt saknað, hann verður að vera með næst og auðvitað Harpa líka...til er ég eftir eitt ár eða tvö....
Magga móða
Magga "móða" (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.