27.7.2007 | 20:43
Blogg leti.....
Jæja, ekki hægt að láta fleiri vikur líða án bloggs...er búin að vera afar löt, hef verið í kærkomnu sumarfíi og þá eru tölvur eitthvað EKKI að heilla mig....þar sem ég sit við tölvu alla daga í vinnunni. Sumarfríið afbragðsgott, ferðalag um Vestfirði, þar sem ekkert pláss var undanskilið, heimsóttum alla þéttbýliskjarnana og tjaldað á fallegum stöðum með tilheyrandi tjaldbúða basi og þannig, Dalí okkar var með okkur í ferðinni og stóð sig vel í bílnum og hvar sem við komum. Aldrei komið á Vestfirði áður og var ferðin svo sannarlega þess virði og ég dáist að því fólki sem þar lifir. Vetur hljóta að vera erfiðir og fjallvegir líka. Fékk meiri tilfinningu fyrir hinum ýmsu nöfnum fjallvega sem svo oft eru nefndir í fréttum, ófærir á veturna. Eiginmaðurinn var stoppandi í tíma og ótíma, sérstaklega við að mynda fossa og firði. Og tók margar frábærar myndir.
Enduðum ferðina í roki og rigningu á Barðaströndinni og flúðum á Snæfellsnesið í húsaskjól til frænda míns Magnúsar Þórs skólastjóra á Rifi og Hellissandi. Eina óveðrið í ferðinni kom nefnilega síðasta kvöldið í ferðinni. Það var ljúft að gista á ný í hlýju húsi þar sem hundar eru því miður ekki velkomnir hvar og hvenær sem er, hefðum annars skotist inn á næsta gistiheimili eða hótel.
Fórum síðan til Reykjavíkur og hittum ættingja og vini, gistum hjá þeim gömlu í Austurbrúninni en fórum þaðan í margar góðar heimsóknir og matarboð til ættingjanna.
En "heima er best" og við höfum verið heima í nokkra daga og tekið á móti góðum gestum og Þar skal fyrst telja Vilborgu systur sem kom og við settum upp "artgallerí" á svölunum hjá mér og máluðum af krafti í tvo og hálfan dag. Örn Ingi kennarinn minn til nokkurra ára kom og kom henni af stað í olíulitum og hún var afar iðin þessa daga, ég gerði minna því það var svo gaman að aðstoða hana og sjá hversu vel hún tók tilsögn. Hún fór heim alsæl með einar 6 myndir allar málaðar á striga. Geri aðrir betur ! Svo var bara svo gaman að vera svona saman og hlægja og láta illa, útaf fyrir sig uppi á svölum á þriðju hæð í blokk. Frábærir dagar hjá okkur systrum, í sól og sumaryl,bara takk Vilborg, það var tími til komin að við tækjum frá tíma fyrir okkur.
Síðan fékk ég góða heimsókn, Hulda dóttir mín kom með dæturnar sínar tvær og eru þær hjá okkur núna. Tinna sú eldri fær að sofa í ömmu og afa bóli og við eigum okkar spjallstund á hverju kvöld við Tinna ! Hrönn sú yngri sefur hjá mömmu sinni en er ekki síður lífleg og skemmtileg. Það er margt rætt í þessu kvöldspjalli okkar Tinnu, og maður upplifir á ný kvöldspjall við dæturnar á árum áður.............Svo átti hann Sölvi minn 6 ára afmæli í gær, hann er líka eftirlæti mitt eins og þær systur. Auðvitað öll, bráðefnileg börn.
Stutt er eftir af frínu,ekki laust við að maður finni til söknuðar eftir að geta verið "frjáls" manneskja í heilar fimm vikur. Við taka venjulegir vinnudagar á ný í næstu viku......en svona er lífið, maður verður víst að vinna fyrir sér .......
Ég fór ásamt Vilborgu á skemmtilegan fund á Bláu könnunni s.l. mánudagskvöld og þar hittum við mann sem ásamt okkur hefur áhuga fyrir að halda Ketilásball á næsta ári fyrir 45 ára og yngri með Hippies þema...þá eru 40. ár frá 1968 !!!!Ætlum að hrinda þessu úr vör á næstunni. SPENNANDI. Þessi maður Gilli "BRATTUR" er frá Ólafsfirði eins og margir fyrrum kunningjar okkar og virkaði afar ljúfur og skemmtilegur. Vonandi tekst okkur að gera þetta að veruleika.
Meira, mjög fljótlega.
Magga.
Athugasemdir
Á svo ekki að fara að opna fyrir umferð hérna???? Takk fyrir frábæra daga og satt tími til kominn..........
ippa (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 22:25
Þegar ég verð duglegri að skrifa....annars mætti læða einum og einum inn á lykilorðið, þegar eitthvað fer að gerast í ball málunum....
Magga (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.