5.8.2007 | 10:36
Verslunarmannahelgi....
Hm....einu sinni var maður eins og allir hinir rjúkandi upp til handa og fóta - drífa sig eitthvað í útilegu, Húnaver eða allavega ball eða böll á Ketilási. Nú er ÖLDIN önnur - ekki er það elli sem hrjárir mann ennþá en mikið er ég fegin þessa helgina að vera "bara" heima, afar kalt hér fyrir norðan og rigning. Þó maður hefði nú ekki sett það fyrir sig í gamla daga þá var þetta oft skelfing mikil vosbúð. Man eftir einni Húnaversgleði, sem gerði mann svo þreyttan að maður svaf næstum í tvo daga á eftir !!
Í gær var svo þungbúið hér seinni partinn, að eftir að hafa þurft að sinna bakvakt í Lí vegna hraðbanka sem bilaði og vera búin að fara aðra ferð í bankann síðdegis, kveikti ég ótal kertaljós og prísaði mig sæla að eiga bara venjulegan laugardag heima með mínu liði. Afar notalegt að skríða snemma í rúmið eftir gott bað og líta í bók fyrir svefninn. Meira að segja Dalí vildi bara vera inni og hafa það notalegt.
En það jafnast svo sem ekkert á við það að vera í útilegu í góðu veðri og vera í fríi, eins og á Vestfjörðunum firr í sumar.
Hugsa til Vilborgar og fjölskyldu sem stödd er í Djúpuvík, vona að það sé hlýrra hjá þeim en allavega eru þau þó í góðu húsi og geta kveikt upp í ofninum - örugglega mjög notalegt líka.
Ætla að njóta sunnudagins á svipuðum nótum og elda svo góðan kvöldmat í kvöld, José er að keppa í golfi þessa stundina en við Dalí þurfum að drífa okkur út á göngu núna svo taka við rólegheitin.
All the best until next time. ADEUS. Magga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.