6.8.2007 | 12:28
Nesti um verslunarmannahelgina....
Já, eitt enn, ekki vildi maður nú taka með sér mjög mikið nesti, en flatkökur og hangikjöt flutu með, sviðakjammarnir voru vinsælir og eitthvað af heimabökuðu sætabrauði og harðfiskur....Annars vorum við systur svo mjóar að við þurftum lítið að borða Allavega leið helgin án þess að verið væri að belgja sig út á mat, en ég man að það var gott að koma heim og fá sér eitthvað heitt að borða eftir svona tarnir...þá var borðað vel, mamma átti alltaf von á svöngu fólki heim og átti því alltaf eitthvað gott í búrinu.
Breyttir tímar - hver færi með sviðakjamma í útilegu nú til dags ??? Man líka að vinsælt var að fara á umferðamiðstöðina í Reykjavík eftir böll og fá sér sviðakjamma og rófustöppu !!!
Svo var það þegar maðurinn minn hann José sá í fyrst skipti sviðakjamma í frystikistu í einhverri búðinni hérna á Akuryeri og kipptist til- Hvað er þetta stundi hann upp ?....ég sagði honum það en seinna sagði hann mér að hann hefði haldið að þetta væri höfuð af dauðum svörtum manni, enda fáir slíkir á Íslandi....það sem ég hló !! Við erum nú ekki svona villt..............
Athugasemdir
He he he.....við erum nógu villt samt.....komin heim og það var alveg æðislega gaman en tíminn flaug of hratt.........eins og alltaf.....
Vilborg Traustadóttir, 9.8.2007 kl. 23:23
... jæja nú er ég kominn í sumarfrí... og get aðeins farið að leika mér eins og að komast inn á læstar bolggsíður o.fl. hér er fullt að skoða... flottar myndir... verð reyndar út um allt í sumarfríinu og ekki alltaf tölva við hendina... en takk fyrir að hleypa mér inn
Brattur, 10.8.2007 kl. 21:52
Hafðu það gott í sumarfríinu "Brattur" og gott að þér líkuðu myndirnar. Aldrei að vita nema ég plati þig eins og Vilborgu til þess að leggja til ljóð við myndir á næstu sýningu.....Þið eruð bæði svo góð og ég hef nóg með myndirnar og hver má túlka þær á sinn veg......væri gaman að fá aðra sýn á listina mína....
Svo er bara að kíla á Ketilásinn.....Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.8.2007 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.