Fiskisúpa á Dalvík...

Við ákváðum hjónin að skreppa á föstudagskvöldið til Dalvíkur á þetta margumrædda fiskisúpukvöld !! Vorum komin þangað um átta leitið um kvöldið og stormuðum í fyrsta garð sem var á vegi okkar, alveg ljómandi góð súpa í bolla á hráslagalegu kvöldi. Tókum samviskusamlega bollana okkar með okkur og stímdum með hraði í næsta garð, sóttum Dalí okkar í bílinn til þess að lofa honum að viðra sig í leiðinni.

Ég fór í röðina en José var með hundinn, hann Dalí okkar var frekar smeikur allt fullt af fólki og hávaða - og hann ekki vanur margmenni - súpu biðröðin dróst á langinn og þegar kom að mér var súpan nær búin og smá slatti í botninn á bollanum, vermdi þó aðeins. Þrátt fyrir það að Dalí væri búin að æla og skjálfa þegar "riddarar götunnar" óku hjá í hópum með hávaða, ákváðum við að reyna eitt hús ennþá en - súpan var búin !! Hingað og ekki lengra sagði eiginmaðurinn - við förum heim.

Það var ekki alveg auðvelt að komast inn eða útúr bænum...en tókst eftir að við komum að mótorhjólaslysi og allt var stopp um stund..og við náðum heim um kl.10.30. José fór beint á Dominos og keypti eina Domins-extra og þar með fórum við heim ! Reyndum ekki að fara aftur  í gær í kulda og trekki - Æi....ekki alveg okkar stíll að fara þangað sem allir aðrir eru að æða fram og til baka í leit að ...??? Jú, alltaf gaman að hitta mann og annan og hlusta á góða tónlist en........skil ekki alltaf þessa hópstefnu- landans.....allir saman nú...Eins og einu sinni í Portugal...á 17 júní..þar upplifði ég það að blöðrurnar og fánarnir og skrúðgangann fóru fram í steikjandi hitanum .Comon -Betra að vera bara  heima á 17. júní ef þjóðhátíðin er ómissandi og afhverju að taka með sér Íslenskan mat til útlanda...??? Vil allavega sjálf upplifa það sem er í gangi í hverju landi sem ég heimsæki og ekki síst matar menninguna.....æ, ég er líklega bara skrítin ................eða hvað ?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gott að þetta gekk vel. Verst ef þið fóruð svöng heim.

Vilborg Traustadóttir, 12.8.2007 kl. 22:53

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

þetta var nú eiginlega bara fyndið svona eftir á að hyggja, fólk æðandi fram og aftur í leit að súpu í bolla ! Og við hálf úfin með hundinn skíthræddan í látunum...Við vorum bara að gera eins og allir hinir....hehe

Hulda Margrét Traustadóttir, 13.8.2007 kl. 07:55

3 identicon

Mér fannst reyndar ógeðslega fyndið að lesa þetta..frekar misheppnað að fara svo svangur heim hahahaha og kaupa svo pizzu.

 En pínu vevvvvvvvvvvvv á ykkur

Stella (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 11:36

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir fallegu kveðjurnar vegna fráfalls Pöllu.  Ljósku-kisunnar minnar sem ég sakna alveg hræðilega mikið.  En satt er það þetta er skondið með fólk á hlaupum með bollana "trying to fit in" eins og þar stendur!!!!!!  Minnir mig á þegar Bobby frændi og Melissa konan hans voru hjá okkur og keyptu sér lopapeysur. ´Við pössuðum svo fyrir þau svo þau kæmust á pöbbarölt.  Þau fóru í lopapeysunum.  Daginn eftir höfðu þau orð á hve allir hefðu verið fínir, þarna hefðu þau verið í nýju peysunum sínum "trying to fit in" en annað koma á daginn!!!!

Vilborg Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 00:02

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Vevv...á lopapeysurnar...og það að ætla að vera eins og hinir.  Stellu fannst þetta fyndið sýnist mér...enda var það það

Já, Palla litla ljóska, þetta var svo sorglegt .....

Heyrumst Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband