Alvara lífsins....

Hver hefur ekki einhverntíma þurft að standa frammi fyrir einhverju slæmu...?´

Farið í gegn um skilnað....misst ástvin...misst barn...misst einhvern nákomin í hendur allskonar efna...misst tökin á tilverunni....tekist á við alvarleg veikindi....misst tökin á þeim sem næst þeim standa og standa svo ráðalausir eftir....og vita ekkert hvað gera skuli....

Tómarúmið heltekur og sjálfsásakanir dynja yfir...og allar þessar spurningar sem þessu fylgja hrannast upp....

Hvað er að mér...hvað er að henni/honum....hvað get ÉG gert til þess að breyta þessu.....?????? Ég hef aðeins kynnst því hvernig tvö systkini mín hafa tekið á málum hjá Alanon....það er gott að sjá hvað margt gott kemur útúr því....

Hver þekkir ekki dæmi úr fjölskyldunni eða vinahópnum um það að reyna að hjálpa öðrum að leysa sín mál...en hvar eru mörkin..? Hvar eigum við að láta staðar numið ? Erum við að ganga of langt ?

Erum við í stakk búin til þess að ganga þetta langt eða vera aðeins til aðstoðar þegar þörf krefur...??

Það sýnist ósköp auðvelt að sitja til hliðar og bíða en stundum reynist það afar erfitt.....Hvað er þá eftir - Ég  tala gjarnan til almættisins í minni barnslegu trú og leita svara......en fær maður svör ??  Eitt er víst að mér líður allavega betur á sálinni og það er mikill léttir.

Man eftir erfiðu kvöldi á Sauðanesi, veðrið var slæmt en pabbi minn þurfti niður í fjöru til þess að leita að kindum sem ekki höfðu skilað sér heim um kvöldið. Myrkrið var svart og veðrið brjálað, við krakkarnir fengum því ekki að fara með. Ég var ofsahrædd - elskaði hann pabba meira en nokkuð annað.....tók því það til bragðs að fara niður í kjallara þar sem engin var æddi um gólf og bað þess hátt og í hljóði grátandi að hann pabbi kæmi heilu og höldnu aftur heim, þarna æddi ég um og bað og bað....mikið var ég fegin þegar hann kom aftur og klæddi sig í innifötin - settist við gömlu gufuna, harmonikku tónlistin ómaði og ég gat sest í kjöltuna á honum og strokið mjúkan handlegginn hans og þakkað fyrir að hann kom aftur til okkar heill á húfi.....ÞÁ VAR ÉG ÖRUGG.

Hver man ekki eftir einhverjum slíkum andartökum úr æskunni ? 

Ég er orðin meyr og mér er alveg sama.

Minningar eru góðar !!

Lifið heil.

Magga

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Góð lesning og þörf.  Ég minnist þess ekki að hafa orðið svona hrædd um pabba.  Mér fannst alltaf að hann gæti allt. Já það eru til leiðir til bættrar heilsu 12 spora kerfi AA samtakanna er eitthvað algerlega einstakt.  Tæki sem okkur er rétt upp í hendurnar til að verða betir manneskjur.  Jafnvel þó við þyrfrum að "skrapa botninn" systkinin þá er leiðin upp á yfirborðið þeim mun gleðilegri-þó hún sé ekki átakalaus!!!  Svo kemur þú með til Póllands bráðum og þá verður gaman hjá okkur!!!  Eins og alltaf.

Vilborg Traustadóttir, 28.8.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Samt finnst manni ALLT hafa verið svo skemmtilegt í barnæskunni...... en svona andartök átti ég mörg þar sem ég var alltaf hrædd um að pabbi kæmi ekki til baka til okkar.....og þá yrðum við ein og yfirgefin. Hann var líka alltaf svo kaldur að klifra í klettum og hlaupa fyrir boða í hættulegri fjörunni....

Lifi POLSKA, POLSKA.....

Gangi ykkur mömmu vel í nótt að heimta "týnda sauðinn" og koma honum í Austurbrúnina.....Love.  Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 28.8.2007 kl. 20:46

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

 Já náum í Sollu, hún lendir klukkan tvö.

Vilborg Traustadóttir, 28.8.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Magga!!! Solla er aftur orðin sætust af okkur systrunum....við verðum bara að bíta í það súra epli........vevvv á okkur......Hún er komin með skvísulega klippingu og allt....lítur ljómandi vel út.

Vilborg Traustadóttir, 29.8.2007 kl. 08:37

5 Smámynd: Brattur

... flott grein Magga... við erum alltaf að glíma við erfiðleika, mismikla að vísu, á sumum dynja erfiðleikarnir stöðugt á meðan aðrir virðast fara léttara í gegnum lífið, en ég held samt að allir þurfi að fara í gegnum erfiðleika á lífsleiðinni, eru það ekki einmitt þeir sem þroska okkur og  gera okkur að lokum að betri manneskjum?

Brattur, 29.8.2007 kl. 08:45

6 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Vilborg, gott að hún er orðin sæt aftur, hárið skiptir nú ekki litlu máli, var komin tími á að sjæna það. Það finnst mér ekkert súrt .....

Brattur...rétt, það er þroskandi að mæta erfiðleikum og við verðum vissulega betri manneskjur ....að lokum eins og þú segir.

Eigið góðan dag. ...hvað sem þið takið ykkur fyrir hendur í dag...Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 29.8.2007 kl. 09:10

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já Solla fékk fína skoðun hjá Sigurði Björnssyni í dag og á að mæta næst eftir sex mánuði.....Það er nú samt dálítið súrt að vera ekki sætust......

Vilborg Traustadóttir, 29.8.2007 kl. 18:51

8 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Iss, það finnst mér ekki það eru svo skiptar skoðanir með það....þú varst alltaf sætust....en svo hitti ég fólk í dag sem segir "Þú ert alltaf jafn falleg"...hef aldrei hugsað á þessum nótum....fegurð kemur innanfrá og ef maður er í góðu jafnvægi byrtist fegurðin í mannekjunni sjálfri....ekki umbúðunum.

Gott, það  sem elsta barnabarnið mitt -hún er níu ára- sagði það var hún Tinna...ég var eitthvað að tala um að ég þyrfti nú að fara að létta mig en þá sagði hún "En amma mér finnst þú svo fín eins og þú ert" og í sumar sagði ég við hana..."Amma er nú orðin 55. ára"  það var þegar hún vildi fá mig í einhvern leik..."Er það(var svarið) þú sem ert svo ung og leikur við okkur eins og þú sért svo miklu , miklu yngri"  Það var mikið hól !!! Við sem höldum í barnið í okkur sjálfum getum haldið okkur ungum þó útlitið breytist eins og vænta má...þá lengjum við allavega lífdagana okkar !!!

Sama hvað þér finnst systir, er áhyggjulaus gagnvart systra fegurð, gleðjumst yfir einhverju öðru en því eins og því að Solla skuli vera orðin vinnufær, hverjum hefði dottið það í hug fyrir einu ári síðan. Vona bara að hún finni vinnu sem hæfir henni.

Og framtíð hennar breytist til hinns betra....

Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 29.8.2007 kl. 19:37

9 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hjúkked...eg sætust.......annars sammála þér í meginatriðum........kærleikskveðjur. 

Vilborg Traustadóttir, 29.8.2007 kl. 20:43

10 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Heyrði loks í systir í gærkveldi, en hún sló á þráðinn, var skelfing fegin að heyra í henni og í fyrsta sinn í langan tíma var hún eins og maður man hana frá firri tíð og komin smá BAR'ATTUVILJI. Það fannst mér frábært. Auðvitað hafa veiknindin og aðrar aðstæður tekið sinn toll. Gott hvað manni líður vel að vita sína nánustu vera að ná tökum á lífi sínu á ný eftir erfiðleika.....og frábært að fá svona góða skoðun, hún sagði líka að sér liði afar vel að vera búin að hitta lækninn sinn.

Kærleiks systrakveðjur. Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 30.8.2007 kl. 08:01

11 identicon

Elsku mamma, það er svo yndislegt hvað við erum líkar í okkur, tilfinningalega sem og margt annað  Ég er svo sammála þessu með fegurðina. Hún kemur innan frá og það sem við gefum af okkur til þeirra sem við elskum er það sem skiptir máli.

Ætla hér með að bjóða þér formlega að vera viðstödd fæðingu barnabarns númer 4, vona svo innilega að það verði á flugtíma sem barnið fæðist  Nanna vinkona sagði meira að segja í gær "jeminn ÉG myndi meira að segja vilja hafa mömmu þína viðstadda hjá mér hún er svo yndisleg"

Það er greinilegt að maður getur haft áhrif á fólk án þess að gera sér grein fyrir því sjálfur, og þarna hefur þú greinilega gert það

 Miss you..

Stella (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 11:37

12 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ég er alveg orðlaus, fæ gæsahúð og tár í augu. Takk. Kem svo sannarlega svo framarlega að ég nái í tæka tíð og geti farið frá vinnu. Mun reyna allt til þess.

Nei, skrítið að hafa þessi áhrif en segir eiginlega allt sem þarf að - ef maður er bara maður sjálfur og er ekkert að reyna að vera neitt annað - þá er það það besta sem maður getur gert.  Bið að heilsa Vönnu þið eruð yndislegar ungar konur !

Miss you too....mamma þín (móðir væn)

Hulda Margrét Traustadóttir, 30.8.2007 kl. 11:52

13 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

NÖNNU !!!! Alveg....hehe...mamma

Hulda Margrét Traustadóttir, 30.8.2007 kl. 11:54

14 identicon

Já móðir væn..nú þarft þú að fara að skipuleggja þig

Stella (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband