Áskorun til tveggja góðra ljóðskálda....

Vilborg er búin að samþykkja að gera ljóð við nokkrar myndir eftir mig....nú spyr ég þig Brattur værir þú til í að hjálpa mér með nokkur ljóð við svona - segjum fjórar til fimm myndir ??

Ég hef mikið álit á ykkur sem ljóðskáldum og gaman að hafa ólíka póla.

Aðferð - ég sendi ykkur myndir af myndunum sem ég held að henti ykkur á emali og þið gerið ljóð við hverja og eina eftir því hvernig þið upplifið myndina og sendið mér síðan, allt þarf að fara í gegn um email þar sem ég vil hafa þögn í kring um málið þar til það verður opinberað á "Bláu könnunni" í oktober eða nóvember - allt eftir samkomulagi við rekstraraðila staðarins.

Ég mun láta prenta hvert ljóð fallega upp og staðsetja hjá hverri mynd og auðvitað með nafni höfundar ljóðs. Veit nú ekki hversu kröfuhörð þið væruð á greiðslur en vel kæmi til greina ef vel gengur að hafa einhverja prósentu til ljóðskáldanna.

Ég gæti vel hugsað mér að gera ljóð til hverrar myndar en er þá um leið að uppljósta minni hugsun á myndirnar....það vil ég ekki, vil fá aðra sýn á þær....

Hvað segið þið - eruð þið til í þetta ???

Bara spyr - engin pressa en gaman ef hægt væri.

Magga, sem er að hamast við að safna í næstu sýningu !! Af allnokkrum.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Æ, þetta hljómaði eitthvað mislukkað "Nú spyr ég þig Brattur....." jeminn eini stundum er ég alveg eins og út út kú -  En hugga mig við það að listamenn mega vera utanvið sig...Sorry Magga....

Hulda Margrét Traustadóttir, 30.8.2007 kl. 20:28

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Nú spyr ég þig Brattur....vilt þú ganga að eiga..........Magga láttu bara vaða eina mynd og ég er til.  Veit ekkert um markaðsmál.  Ræðum það nánar síðar...

Vilborg Traustadóttir, 30.8.2007 kl. 21:15

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Vill ill.var að tala við Sollu ....hún bað mig að athuga með herbergi hjá Magga s....þar sem kerl.hjá kr.fél. er ekki alveg viss með sept...þú skilur.....annars MARKAÐSMÁL - hvað er það  ???m Ekki á minni könnu læt José í það, þar sem hann er meira fyrir aurinn en ég. Mér nægir að eiga til hnifs og skeiðar......

Love ...Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 30.8.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Var ég ekki búin að segja ykkur að það eina sem mig langaði til að verða þegar ég var barn - var PRESTUR svo spurningin er líklega ekki svo galin ??MT

Hulda Margrét Traustadóttir, 31.8.2007 kl. 10:31

5 Smámynd: Brattur

Magga, ég er sko alveg til í að spreyta mig á þessu, spennandi... sendu á gilbaugur@gmail.com

Brattur, 2.9.2007 kl. 08:56

6 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þakka ykkur fyrir þetta og fer að vinda mér í myndatökurnar af þeim myndum sem tilbúnar eru....verður gaman að sjá hvað kemur útúr þessu....þið megið vænta mynda næstu daga ! Stórt takk.  Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 2.9.2007 kl. 11:36

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Mér líst vel á þetta.

Vilborg Traustadóttir, 2.9.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband