30.8.2007 | 20:14
Væntanleg barnsfæðing....
....Já, það mun fæðast mitt fjórða barnabarn í lok september eða í byrjun oktober. Stella yngri dóttir mín sendi mér boð hér á síðunni minni um að vera viðstödd fæðingu barnsins ef ég mögulega gæti.
Stutt lýsing á viðbrögðum ömmunar sem fékk létta gæsahúð og tár á hvarm (aldurinn ??...efa það) hef alltaf verið afar viðkvæm á allt svona.....en er þakklát og langar svo virkilega til þess að sjá barnið koma í heiminn líka þar sem meðgangan hefur ekki verið alveg slétt og felld, held að það sé meiriháttar upplifelsi að vera viðstödd og vona að það geti orðið að veruleika.
Elsku litla barn....komdu ekki of fljótt svo amma þín geti annaðhvort stokkið upp í bíl eða flugvél og fengið að sjá þegar þú fæðist í þennan heim !! Það væri eitthvað sem mig virkilega langar að upplifa að sjá fæðingu...sjálf leyfði ég ókunnugri konu að fylgjast með fæðingu Stellu minnar sem nú segir mér að ég sé velkomin á fæðingarstofuna....Vona svo sannarlega að af þessu geti orðið.
Lofa að vera til hlés þegar aðrir vilja hafa frið , en kannski get ég létt róðurinn líka ef með þarf omg- og get svo alltaf snúið til veggjar og látið tárin fjúka, og þegar aðrir þurfa frið og næði.....je minn eini....vona að ég verði til friðs...bara grín....
Stella og Raggi...takk, þið eruð svo.....á ekki orð yfir það.....
Mamma "montna" og amma "spennta" Sem þarf bara eitt sett af fötum tilbúið í tösku til þess að geta stokkið af stað og það verður gert klárt í tíma !!!!
Athugasemdir
Kannski kemur krílið í heiminn þegar þið verðið stödd hérna næstu helgi..en við skulum nú vona að það vilji allavega vera vikunni lengur en það í bumbunni
Býst nú frekar við að flugvél verði málið ..seinni fæðingar ganga yfirleitt fljótar fyrir sig..fyrsta var um 12 tímar..
Stella (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 10:42
Gangi ykkur allt í haginn í þessu.....Er að fara að setja upp dagskrá fyrir listsýningu (klukkutíma eða svo) um helgina sem þið eruð hér. Gætum farið á laugardeginum???
Vilborg Traustadóttir, 31.8.2007 kl. 23:44
Stella mín, vona að ég verði svo heppin að komast.
Vilborg sé ekkert því til fyrirstöðu að fara á laugardeginum.....bara gaman..
Magga "móðir væn" og systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 1.9.2007 kl. 12:53
Vinkona mín var að hringja í mig í kvöld. Hún bauð mér að hafa kynningu þar sem hún gæti slétt "annann helming" andlitsins á mér fyrst með einhverri nýrri tækni, (sýnikennsla) um helgina. Kannski bætum við því á dagskrána ef ég þori. Verra ef hún hefur ekki tíma í hinn helminginn!!! Svo er það vonandi myndataka hjá Gunnari.....
Vilborg Traustadóttir, 3.9.2007 kl. 22:49
Já, bara dagskrá.....sjáum hvað við höfum tíma í , verst að fá ekki klippingu firr en í næstu viku Nema þú mundir skærin ?? Þá er Veiga í háloftunum.... Heyrumst Magga systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 4.9.2007 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.