5.9.2007 | 20:52
Pennavinir.....
Einu sinni fyrir margt löngu átti ég ótal pennavini út um allt land, einnig í Fuglafirði í Færeyjum og líka í Svíðjóð....það var í þá daga sem maður beið eftir póstinum og vonaðist eftir bréfum. Þetta var skemmtilegur tími og lærdómsríkur því það var svo ólíkt hvað við krakkarnir vorum að fást við og læra sitt í hvorum skólanum og sitt í hverju landinu. Þessi tengsl hafa að mestu slitnað en hvað er komið í staðin "bloggið" !!!
Aha - ætti kannski að opna fyrir umferð hér og athuga hvort einhverjir gamlir pennavinir koma í heimsókn !
En Fuglafjarðar gæinn sem ég skrifaðist á við kom einu sinni í heimsókn á Sauðanes og pabbi stillti okkur systrum Sollu og mér upp með honum og öðrum - vini hans í stofusófanum heima....þetta varð hálf skrítin mynd þar sem allir voru að "reyna" að brosa fallega en varð ansi tilgerðarlegt einhvernvegin. ...Skrifaðist að vísu á við hann einhvern tíma eftir þetta en vonandi á hann núna konu og börn í hinum fagra Fuglafirði og hefur gleymt stofu sófa myndinni fyrir löngu síðan.....I hope...
Gaman að hugsa um þessa tíma. Enda orðin meyr og á kafi í þakkláta aldrinum !
Heyrumst.
Magga
Athugasemdir
Það hefði nú verið gaman að heimsækja ykkur til Fuglafjarðar.......svo er mikið og gott "myndefni" í Færeyjum...
Vilborg Traustadóttir, 5.9.2007 kl. 22:09
Já, einmitt...hef einu sinni komið til Þórshafnar, gæti vel hugsað mér að skoða þessar eyjar betur og heimsækja Fuglafjörð, gæti kannski bankað uppá og athugað með aðra sófamyndatöku í stofusófanum þar. Alveg örugglega hægt að mála eitthvað skemmtilegt þar, allavega að fá Færeyja áhrif ! En þessi mynd er alveg bráðfyndin...tekin á myndavél sem sendi myndina strax í okkar hendur. TÆKNIN !
Hulda Margrét Traustadóttir, 6.9.2007 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.