18.9.2007 | 08:30
Ljóð og myndir.....
....er að vinna að skemmtilegu verkefni. Stefni á að sýna myndir eftir mig á "Bláu könnunni " á Akureyri í oktober. Myndir unnar í olíu á striga. Hef oft samið ljóð með myndunum mínum og á útskriftar sýningunni minni gaf ég út ljóðakver samhliða myndunum. Núna datt mér í hug að fá góð ljóðskáld til að annast þann þáttinn og fékk til liðs við mig Vilborgu systir sem er góður penni og hefur samið margt skemmtilegt, einnig plataði ég annan bloggvin Gísla Gíslason, til þess að hjálpa mér. Var búin að sjá hér á blogginu að hann er mjög góður í ljóðagerð, söngtextum lagasmíði og nefndu það.....Skemmtileg útkoma og óvænt að mörgu leiti, sé það að þessi tvö hafa gott hugmyndaflug og setja sig skemmtilega í samband við efnið !
Er undanfarna daga búin að vera í sambandi við þau útaf þessu og komin eru sjö ljóð við sjö myndir. Það er ótrúlegt upplifelsi að sjá hvernig ljóð sem samin eru af öðrum við ljósmynd af málverki sem maður er jafnvel búin að dunda við lengi,koma manni skemmtilega á óvart. Opna svona aðra sýn á verkin, eins og ég vonaðist eftir... Verð að segja að ég er spennt yfir framhaldinu og hlakka til að koma þessari sýningu upp. Segið svo að bloggið sé ekki til margra hluta gagnlegt....þó ekki sé það opið fyrir umferð ennþá hjá mér...
Þar sem grænt er litur vonarinnar og vonin er að velgengni fylgi sýningunni er textinn hér auðvitað hafður grænn ! Eigið sem bestan dag. Magga
Athugasemdir
... Magga... ég klára fjórða ljóðið í tíma... ég er mjög spenntur að sjá þetta svo allt komið upp og í samhengi hjá þér... og ljóðin hennar Vilborgar...
... góðar kveðjur...
Brattur, 19.9.2007 kl. 07:29
Flott - reikna með að sýningin fari upp eftir fyrstu viku oktober. Það sem er svo skemmtilegt er að ljóðin eru stutt og hnitmiðuð og passa einkar vel við allar myndirnar og eru óvænt viðbót við þær.... MT
Hulda Margrét Traustadóttir, 19.9.2007 kl. 08:18
Já það kom mér eiginlega á óvart hve mikil andagift fylgdi myndunum. Ég hlakka líka til að sjá þetta allt í samhengi. Vonandi kemst ég að sjá sýninguna, verður hún lengi? Ég er eitthvað að hressast...vona að ég komist á námskeiðið. Eigum við að stíla upp á Ketilásfund á sunnudagskvöldið ef ég kemst norður? Eða eigum við að bíða og reyna að hittast ef ég skelli mér á sýninguna eftir Pólland? Hugsa að það sé gott að fara að vinna í þessu af krafti.
Vilborg Traustadóttir, 19.9.2007 kl. 16:52
Hellú...!!!! Það er ekkert ef ég kemst norður....læt flytja þig með Mýflugi og vona að þeir rati á réttan stað ef ekki vill betur til .....Allavega, við vonum það besta. Og svo væri gaman að þú kæmir á sýninguna sem þú átt þátt í þegar þú kemur frá Polska, Polska.......!!!
Nei - ekki veik ! Pleace !!!! Magga systir......
Hulda Margrét Traustadóttir, 19.9.2007 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.