Að afloknu námskeiði......

Skemmtileg helgi með systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Góður hópur af fólki sem þyrsti í að mála. Bæði byrjendur og lengra komnir. Hafði mjög gaman af að fylgjast með þeim sem voru að stíga sín fyrstu skref í meðferð olíulita og sjá hvernig til tókst. Verð að segja - að á heildina litið tókst þetta mjög vel og fólk var ánægt eftir törnina sem stóð frá kl.20 á föstudagskvöld til klukkan 17. á sunnudag, laugardagskvöldið undanskilið. Held að það hafi verið þreytt en glatt fólk sem bar myndirnar sínar í bílana eftir námskeiðið í rokinu og rigningunni á sunnudaginn og hélt til síns heima.

Hafði mjög gaman af að fylgjast með og svona aðeins að hjálpa til þegar ég gat, gerði minna sjálf en þó .... Fór heim með fjórar myndir nær fullkláraðar og eina grunnaða....svo það var ekki sem verst, get þá bætt aðeins við sýninguna mína sem fer upp sennilega viku af oktober á Bláu könnunni......Spennandi ! Fer núna í lokavinnu á myndunum mínum einni af annari, á það til að vilja vinna í þeim fram á síðustu stundu....sé alltaf eitthvað sem hægt er að bæta og á bágt með að leggja þær frá mér. En þetta skal takast nú sem endranær......Smile

En takk bara fyrir frábæra helgi systkini mín Vilborg og Magnús, Dagbjört, Guðrún, Smári, Halla, María og Una ! Góður hópur, mikill samhugur,  afar gaman !           

 Til hamingju með árangurinn !!! Þyrftum að hittast aftur við tækifæri.

Eigið góðan dag ... MT


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra að þetta heppnaðist svona vel. Hefði sko-ho alveg verið til í að vera með í þessu, það verður vonandi einhvern tímann

Stella (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 10:28

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já og takk fyrir frábærar móttökur.  Maður er bara í skýjunum eftir þetta.  En ég fann að ég er dálítið óörugg innan um marga af því mér finnst ég ekki kunna svo mikið í litameðferð og að "klína" þessu rétt á strigann.  Þetta kemur.  Gaman væri að hitta hópinn aftur satt er það.

Vilborg Traustadóttir, 25.9.2007 kl. 13:38

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það er ekkert skrítið að vera óöruggur til að byrja með, það kemur með æfingunni. Bara að æfa sig og æfa.....

Hulda Margrét Traustadóttir, 25.9.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband