3.10.2007 | 21:38
Komin upp....
.....já, komnar upp myndir og ljóð. Útkoma - góð...Stella og María Hauks samstarfskona mín gerðu allt sem þær gátu til hjálpar við að setja sýninguna upp og mér sýndist þetta koma vel út í því plássi sem við höfðum.
Ekki smá vinna við ekki stærri sýningu en þvílíkur léttir að heyra þeirra álit á myndunum. Ljóðin koma líka vel út og í kvöld líður mér vel með allt þetta !! Bara gleði
Ung stúlka kom til mín og sagði " Veistu - mig langar til þess að eiga allar þessar myndir" Ég gat bara sagt " Sérstaklega gaman að heyra þetta frá manneskju á þínum aldri" .........Nú er bara að bíða og sjá hvað öðrum finnst....auðvitað verða skiptar skoðanir.....það er bara gott..En einu verkefni lokið og næsta tekur við hvað sem það verður. Allavega er þetta búið að vera gaman og sérlega skemmtilegt að vinna með fleirum að verkefninu.....mér finnst svo gaman að virkja fólk með mér og hitti á mjög skemmtilegt fólk þar sem Vilborg og Brattur eru. Eitt orð fyrir nóttina " Peace"
Góða nótt..........ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ .....MT
Athugasemdir
Hljómar spennandi..þú verður að taka myndir af myndunum fyrir okkur
Stella (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:01
Er búin að fá upphringingar hingað heim í kvöld frá fólki sem ég þekki ekki neitt og vill tjá sig um sýninguna og óska mér til hamingju...- ein kona sagði "Það voru alltof margir á kaffihúsinu , svo ég ætla aftur.....vil skoða þetta betur" Ég útbjó hefti með ljóðunum (æ, fékk mér bara möppu í flýti til þessa að geyma þau í fyrir þá sem hefðu áhuga á að lesa þau betur) sem á að vera tiltækt fyrir þá sem ekki geta skoðað þau á veggjunum....þarna er svolítið þröngt.....ætti kannski að útbúa fleiri....????? Sé til lofa þessu að fara af stað.....MT
Hulda Margrét Traustadóttir, 4.10.2007 kl. 19:57
Bíð spennt eftir myndum af myndunum
Stella (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.