Að stelast.....

Var að lesa fæðingarsögu dóttur minnar Stellu......ætla að stelast til að skrifa hér inn endirinn á þeirri frásgögn, sem mér finnst lýsa svo vel því hvernig konur upplifa hamingjuna í gegn um sársaukann, vona að mér verði fyrirgefið þar sem fáir útvaldir hafa hér aðgang....

" ...Þetta er yndislegt....þó svo ég sé næstum ekkert búin að sofa síðan á föstudagsnótt, sé með blæðandi geirvörtur, hafi enga matarlyst, dragi hægri fótinn á eftir mér(get ekki gengið eðlilega, grindargliðnunin annað hvort komin til að vera eða þá að ég þarf að ná að jafna mig) sé með bauga niður á hné og enn með bumbu...

Hvað er hægt að biðja um meira....."

Þvílík frásögn af komu nýs lífs inn í þennan heim......takk Stella mín að deila þessu með okkur, þú lýsir þessu fullkomnlega !  Get ekki beðið eftir að sjá ljóshærða prinsinn númer tvö .....

 "Móðir væn"

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já..hvað á maður að biðja um meira  

Takk og vonast til að sjá þig/ykkur sem fyrst

Stella (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Akkurat ekkert Stella mín, þetta er lífið og hvað getur maður beðið um meira. Að eignast heilbrigt barn eru náttúrulega forréttindi og á eftir því sem á undan er gengið með þessa meðgöngu er ég afar hamingjusöm með að allt fór vel.....segjum ekki meir, því annars sit ég hér flóandi í tárum.....auðvitað gleðitárum...því allt fór vel sem ekki er svo sjálfgefið...njótið dagana og njótið þess að vera í ykkar "hreiðri" Sjáumst....mamma

Hulda Margrét Traustadóttir, 8.10.2007 kl. 21:23

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já þetta er frábær lýsing.  Maður er svo úr sér genginn en samt svoooo sæll með sig og sína....hjartanlega til hamingju með strákinn báðar tvær og til hamingju með sýninguna líka Magga.  Kannski við Solla rennum norður að sjá hana fljótlega?  Hver veit? --Er sem sagt komin frá Póllandi...........

Vilborg Traustadóttir, 14.10.2007 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband