21.10.2007 | 14:58
Vikan.............
Dagarnir liðu hver af öðrum...
Venjulegir vinnudagar mánudag og þriðjudag....
Reykjavík, fundur....farið suður á þriðjudagskvöld eftir vinnu. Eldri dóttirin beið á vellinum og við brunuðum heim til hennar að hitta Tinnu og Hrönn og auðvitað tengdasoninn Tomma...stutt stopp en skemmtilegt, þær eru alltaf jafn ljúfar litlu dúllurnar, síðan í Mosfellsbæinn að berja augum nýja barnabarnið og fjölskylduna þar ..... auðvitað fallegt barn þar ljóshærður ljúfur strákur, með blá augu. Eftir góðan mat og stund með Sölva mínum fékk ég að handleika litla barnið og mikið er það nú alltaf skemmtilegt að handfjatla ungviðið svo saklaust og laust við allan hégóma, geispar, ropar, grettir sig og lætur frá sér líða án nokkurra athugasemda eða afsökunarbeiðna.....bara fallegt....
Sofið rótt í Tröllateignum, vaknað snemma þar sem systur tvær Vilborg og Solla eldhressar sóttu þá þriðju, þar sem blásið hafði verið til morgunverðar hjá "þeim gömlu" foreldrum mínum klukkan átta í Austurbrúninni. Hafragrautur og aðrar góðgerðir á borðum, ekta morgunverður og skemmtilegt spjall.....létt yfir öllum og pabbi að ná sér eftir hjartaþræðingu og blástur...síðan fundarhöld féhirða af öllu landinu á Hótel Sögu það sem eftir lifði dags og síðan beint í flug norður um kvöldið.
Byrjað að fasta klukkan 22.sama kvöld. FSA, mæting morguninn eftir í smá kvenna test og létta svæfingu. Kaldur morgun, góðar móttökur á sjúkrahúsinu og upphófst bið og undirbúningur...allt í rólegheitum, var ekki til stressuð og allt gekk eins og í sögu....her grænklæddra beið á skurðstofunni björt ljós og annarleg hljóð og allt eitthvað svo óraunverulegt, var ég hér eða þar eða allstaðar..??? sveif um milli svefns og vöku..... en ég var þá búin að fá eitthvað í æð svo ég lognaðist útaf þegar grímunni var skellt á andlitið á mér. Heim síðdegis og svaf vel og lengi, vinna á föstudag. Upphringing frá lækninum í vinnuna síðdegis þar sem mér var sagt að allt hefði verið eðlilegt og í lagi. Andað léttar og lífið heldur áfram sinn vana gang.
Sveif inní helgina full af gleði og þakklæti .....mikið er maður heppin að vera til !
Takk fyrir móttökurnar öll !! Magga
Athugasemdir
Maður vaknar nú ekki um miðjar nætur fyrir hvern sem er.
Það var gaman að hittast í morgunsárið. Eigum við að hafa Ketilásfund um næstu helgi? Komum kannski við Solla á sýninguna!!!
Vilborg Traustadóttir, 21.10.2007 kl. 23:54
Endilega drífið ykkur norður...til er ég í fund...komin tími til....Já, Vilborg "morgunstund gefur gull í mund" Þetta var gaman og öðruvísi
MT
Hulda Margrét Traustadóttir, 22.10.2007 kl. 08:21
Já kílum á það....
Vilborg Traustadóttir, 22.10.2007 kl. 13:19
Gott að allt gekk vel
Vona að þú stoppir lengur næst móðir væn
Stella (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 15:20
Sæl Magga mín, Geir systursonur þinn datt hér óvænt inn í kvöld, eftir smá umræður, kom í ljós hverra manna hann væri, og þess vegna er ég nú hér.
Bara varð að hafa samband við þig og reyna að endurnýja kynnin.
Til hamingju með nýjasta barnabarnið, við hjónin eignuðumst okkar 16 barnabarn í dag.
Kveðja.
Svanhildur Karlsdóttir, 29.10.2007 kl. 00:16
Hæ ég bý á Höfn Hornafirði.
Sonur minn flutti ásamt konu sinni og 3 börnum á Akureyri síðustu páska, við ætlum að reyna að fara þangað í nóvember, en þá ætla þau að skíra yngsta barnið, væri gaman að geta hitt þig þá.
Svanhildur Karlsdóttir, 29.10.2007 kl. 10:25
Já, satt segirðu....væri gaman að hittast eftir öll þessi ár. Vinn í Landsbankanum í Strandgötu og heimas. er 461 1295. Hvaða sonur þinn á heima hér ? Áb.lega gott að búa á Höfn. Heyrumst. Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 29.10.2007 kl. 11:07
Já það er gott að búa hér, rólegt og yndislega fallegt. Kalli sonur minn (f.1980) býr á Akureyri, hann vinnur við að keyra vörubíl hjá GH-verktökum (minnir mig að heiti það). Helga dóttir mín (f.1977)býr hér á Höfn með sín 4 börn og mann, Einar Trausti (f.1982) býr í Borgarnesi og líka litla barnið mitt, en hann fæddist 1990.
Var einmitt í sumar að fara í gegnum gamlar myndir, teknar í Brú, hehehe gaman gaman.
Heyrumst.
Svanhildur Karlsdóttir, 30.10.2007 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.