Ánægjuleg helgi.....

Var búin að skrifa hér heljar pistil um helgina sem hvarf bara allt í einu af skjánum......argggggggggggg.

En jæja helgin var skemmtileg....dóttirin Hulda og fjölskylda komu norður svo og systir mín Vilborg í helgarferð til okkar. Byrjuðum á því að hittast konurnar á Bláu könnunni, Vilborg þá nýlent og það var tilefni á kakó og hnallþóru vegna sýningarinnar. Vona að Vilborg hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum því ljóðin hennar skipa stóran sess í sýningunni. Gaman að hittast á þessum vettvangi og spjalla.

Þær systur Tinna og Hrönn eru alltaf jafn ljúfar og sú yngri rændi ömmu sinni nokkrum sinnum í kvöld inn í myrkrið eins og hún sagði (svefnherbergið okkar) til að leggja sig og strjúka ömmu á hálsinum.

Eftir góðan kvöldmat heima og smá sjónvarpsáhorf "Laugardagslögin" eru vinsæl í dag...fórum við systur í náttfötin þegar aðrir gestir voru farnir....og duttum inná góða bíó mynd og enduðum í sjónvarpsglápi til klukkan þrjú í nótt breska "X factor" - mjög góður þáttur og spennandi. Eftir það vildi sú yngri leita að "Horror" fyrir svefninn.... en sú eldri og reyndari sem var vön að leita á fimm mögulegum gervihnöttum og fleiri þúsund stöðvum, taldi Það ekki alveg rétt í stöðunni svo það var farið að sofa....................................ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ

Upp snemma í morgun, héldum formlegan Ketilásfund þó aðeins væru mættir tveir af þremur mögulegum nefndarmeðlimum. Setjum "ameríska hraðann" á þetta og málið fer í góðan farveg.

Saltkjöt og baunasúpa glöddu magann í hádeginu - tekin smá Akureyrarrúntur á leið á flugvöllinn og þar með var Vilborg flogin suður yfir heiðar og eftir sit ég úfin og tætt eftir göngutúr með Dalí minn í roki og éljagangi.....  

En eftir situr líka ánægja með góða helgi og samvistir við sína nánustu....já, það er gaman að vera til !

Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir mig.  Já sýningin er góð og gaman að sjá ljóðin og myndirnar "tóna" saman.  flugið var fínt.  Smá hopp og hí í flugtaki og lendingu og ég sandblásin eftir gönguna úr flugvélinni hér syðra.  Er enn að tína sandkonin út hársverðinum!!!!

Vilborg Traustadóttir, 4.11.2007 kl. 23:30

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sandkornin sitja sem fastast. Var ekki gaman í kertagerðinni ? Var að hugsa til ykkar í gær. Fór snemma að sofa, varst þú ekki orðin þreytt ? Mér þykir þú vera dugleg !     Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 5.11.2007 kl. 08:07

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

hæ, mikið hlakka ég til að geta hitt þig. Myndirnar þínar eru frábærar, þú ert listamaður. Hvenær byrjaðir þú að mála ? Man ekki eftir því í gamla daga.

Ég hætti að reykja í 10 ár, asnaðist til að byrja aftur.

Kveðja.

Svanhildur Karlsdóttir, 5.11.2007 kl. 09:35

4 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Skírnin er 24.nóv. en það fer allt eftir færð, veðri og peningum (dýrt þetta benzin) hvort við komumst, en vonandi tekst það

Svanhildur Karlsdóttir, 5.11.2007 kl. 10:42

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Nei læt alveg vera hvað ég var þreytt. Gerði sex kerti, upphleypt, glimmer og alles. Já sandkornin komu svona vegna þess að verið var að ræsa aðra flugvél sem þeytti þeim yfir okkur og rokið hjálpaði til.

Vilborg Traustadóttir, 5.11.2007 kl. 11:12

6 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Svana, það á líka að skíra hjá Stellu í Rvk. þann 24 nóv. Vona að þið stoppið ekki bara bláhelgina þar sem ég fer suður á föstudegi og kem heim á sunnudegi 25.

Það er rétt það er dýrt að fara á milli landshluta hér. Því miður.

Vona að við náum að hittast ! Ætlum systur á Kim Larsen tónleikana á laugardagskvöldið. Verum í sambandi. Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 5.11.2007 kl. 11:24

7 identicon

Bíddu á bara að fara á skrall á laugardagskvöldinu?? Kim Larsen..hahaha..gaman hjá ykkur

Gott að það var gaman um helgina

Stella (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 12:37

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég á svo flotta mynd af mér með Kim Larsen þegar hann spilaði á Broadway forðum  (1986-1987, ljósmyndari Ásta Jónsdóttir systir séra Hjálmars dómkirkjuprests), verð að finna myndina og skanna inn og helst fá aðra núna..  Kim er svo flottur. Hefur sexapeel og alles. 

Vilborg Traustadóttir, 5.11.2007 kl. 19:39

9 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Kim Larsen var í miklu uppáhaldi hjá mér....hlakka mikið til að berja hann augum ! Og fara í smá sveiflu......held við eigum eftir að fíla okkur í botn !!  Þetta verður gaman. Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 5.11.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband