6.11.2007 | 19:42
Mitt blogg....
Hef bloggið mitt læst því ég nenni ekki að lesa greinar í blöðum og endurrita þær hér inn og reyna að vera háfleyg.......skil ekki alveg tilganginn...OK allt í lagi að hafa skoðanir á ýmsum greinum og málefnum en að endurtaka umfjöllun um þær. Nei, ég nenni því bara ekki. Svo er þetta tuggið í fréttunum þangað til maður er komin með ulluna upp í háls. Auðvitað er mér ekki sama um hin ýmsu mál en mér nægir fréttaumfjöllun blaða og sjónvarps og ég fylgist nokk vel með málum. Vil frekar skrifa um okkar líf og því sem gleður okkur eða hryggir hverju sinni.....og bara hversdaginn....hann getur líka verið áhugaverður. Þess vegna er þessi síða fyrir fáa útvalda og þegar og ef þeir nenna að taka aðeins þátt í mínu lífi gleður það mig.
Bloggið minnir mig svolítið á gamla dagbókarformið og gömlu pennavinina sem ég átti í hrönnum í gamla daga.Og hvað er sakalausara og skemmtilegra en það.
Athugasemdir
Sannarlega og hvað er skemmtilegra en fletta gömlum dagbókum?.....Jafnvel þó ég svitni stundum bara við að opna þær....
Vilborg Traustadóttir, 7.11.2007 kl. 01:04
Hélt dagbækur í mörg ár og átti marga pennavini, fór í gegnum þetta allt fyrir um 5 árum, mikið gaman að lesa þetta allt, en henti svo öllu.
Varðandi skírnarhelgina þá kæmum við á föstudagskvöldi og færum á sunnudegi, svo við verðum bara að hittast seinna.
Kveðja.
Svanhildur Karlsdóttir, 7.11.2007 kl. 03:22
Mín síða er líka læst..finnst það bara einhvern veginn betra.. Annars er það undir hverjum og einum komið hvernig þeir hafa þetta..er það ekki??
Stella (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.