26.11.2007 | 21:47
Ragnar Snær, fjölskyldan og tónleikar með Kim Larsen og Kjukken.......
DAGSKR'A helgarinnar....
Föstudag eftir hádegið, ekið suður yfir heiðar á leið í skírn og veislu því tilheyrandi, allt gekk vel og komið var til "borgarinnar" um kvöldmatarleitið, skírnarterta í farteskinu. Komið við í Mosó og losað úr bílnum og heilsað upp á litlu fjölskylduna í Tröllateignum. Gleði ! Farið í Austurbrúnina þar sem beið okkar kvöldmatur hjá elskulegum foreldrum mínum - meiri gleði. Sofið rótt og mætt morguninn eftir í Tröllateigin til þess að fullgera skírnartertu litla sæta sonar Stellu og Ragga það gekk líka vel og farið aftur í "borgina" tekið bað og allt gert klárt til þess að fara með aldursforsetana í skírnina.
Yndisleg stund hjá séra Ragnheiði og látlaus, var afar stolt af Sölva mínum þegar hann sagði nafnið á litla bróður ákveðin á svip, þegar mamma hans var spurð að því hvað barnið ætti að heita. Ragnar Snær sagði hann og gerði eins og fyrir hann hafði verið lagt ! Dugnaðarstrákur sem sást líka á því, þegar verið var að syngja "Jesús er besti vinur barnanna" svo ég tali nú ekki um þegar komið var að faðirvorinu og hann kraup einlægur á hnén og spennti greipar, lokaði augunum og fór með faðirvorið hátt og skýrt....þegar athöfnin byrjaði var ég með kökkin í hálsinum og þarna átti ég afar erfitt með tárin. Svo fallegt ! Og þarna var líka Hulda mín og dæturnar fallegu Tinna og Hrönn, við erum engin stórfjölskylda en..... það vantaði þó Tomma sem var í fjallaferð og allir sem þekkja hann sýna því skylning. ( væri e.t.v. ekki fyrigefið við brúðkaup t.d. hm.hm...) !
Svo gaman að hitta fjölskylduna hans Ragga sem mér finnst ég hafa þekkt svo lengi þó svo ég hafi aðeins hitt sum þeirra einu sinni áður, bara ótrúlega " simpatic" eins og Portugalir mundu segja eða "alþýðlegt fólk " ber okkur líklega "ÍSLINGUM"að segja og mér finnst ég hafa þekkt þau öll um langa hríð. Raggi er nú heldur ekkert venjulegur.....lít mikið upp til tengdasona minna ! (hm......væmin) ?? Og Eyjamenn eru sko ekki leiðinlegt fólk ! Takk fyrir æðislegan dag Stella, Raggi og synir + "hele famelien" Todos.
Ég ætlaði ekki að tíma að yfirgefa samkvæmið en tónleikar með Kim Larsen og Kjukken voru á dagskrá um kvöldið. Þangað var haldið eftir stutt stopp í Austurbrún ásamt systrum mínum Sollu og Vilborgu og eiginmanninum José, vorum tímanlega mætt og stilltum okkur upp alveg upp við sviðið....allir í stuði og "þvílíkir tónleikar" við dilluðum okkur og sungum í tvo tíma sleitulaust og vorum til í að vera lengur ! Kim "rokkar" Hann er einlægur, skemmtilegur og frjór tónlistarmaður og bandið í heild sinni þétt og flott ! Ennþá meira gaman !
Búið var að plana "jólaföndur" á sunnudagsmorgun en þar sem dætur mínar vænar vildu koma og bjóða uppá morgun/hádegisverð í Austurbrún brá Vilborg á það ráð að flýta föndrinu til klukkan 8. á sunnudagsmorgun......(nú segir Vilborg "morgunstund gefur gull í mund ") það varð úr og við systur skemmtum okkur stórvel og skreyttum kerti af miklum móð í tvo klukkutíma - þær voru að kenna mér aðferðina og voru með allt til alls til kertaskreytinga og enn var jafn gaman....að spjalla, fá ráðleggingar og kennslu og hlæga! Vel á minnst er búin að hlægja mikið með sjálfri mér að setningu Sollu systur " Hann er algjör rót " en þannig var að sameiginlegur kunningi okkar systra varð á vegi okkar þegar við fórum út af tónleikunum og sá sagði "Mikið eruð þið breyttar" ( hann "nota bene" var eins og við mundum pabba hans, orðin feitur og fínn) Solla vildi nú ekki viðurkenna það og sagði hann fara með fleipur og sjónininni hans væri farið að förlast.....morguninn eftir kom þessi gullvæga settning..." Hann er algjör rót" það sem við hlógum ! Veit svosem ekki ennþá hvort hann var nokkuð að meina þetta í neikvæðum skilningi..hehehehe...en er nema von að fólk breytist með árunum og þennan kunningja hef ég ekki séð í ca 20. ár eða meira.
Eftir "hitting" í Austurbrún, át og spjall var tími komin til að halda norður yfir heiðar aftur....ég er alltaf svolítið einmana þegar ég keyri aftur norður, það eru jú flestir fyrir sunnan, en allt gekk vel í ferðinni og aðalatriðið er að fólkinu manns líði vel og við eigum öll eftir að hittast aftur fljótlega.
Yndisleg helgi, enn og aftur takk öll fyrir samveruna, og móttökurnar.
Og litli Ragnar Snær til hamingju með nafnið þitt sem passar þér svo vel, þú ert svo fallegur strákur, eins og þið eruð auðvitað báðir bræðurnir.. nei nú hætti ég....þakkláti aldurinn lætur enn og aftur á sér kræla......hlakka til jólanna !
Amma Margrét.
Athugasemdir
til hamingju með skírnina Magga mín, ég skil þig alveg, ég táraðist líka og ekki bara við athöfnina heldur öðru hvoru um helgina, þegar börnin mín voru í kringum mig, þó Ísland sé ekki stórt er samt langt á milli okkar og alltaf erfitt að kveðja.
kveðjur.
Svanhildur Karlsdóttir, 26.11.2007 kl. 23:34
Elsku mamma, takk fyrir fallegan pistil. Það er alveg á hreinu að ég hef tilfinninganæmnina frá þér og mér finnst það æði
Hlökkum líka til jólanna
Stella (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.