Hversu stutt bil er milli á milli sorgar og gleði......

...já litli Ragnar Snær fékk nafnið sitt um síðast liðna helgi. Mikill gleðidagur.  Í dag kom það siðan  í ljós að þessi fallegi litli drengur hefur aðeins sjón á öðru auga, fæðingargalli er sagt og ekkert hægt að gera.  Ég get lítið sagt meira í dag....en þessi dagur hefur verið afar erfiður fyrir foreldrana fyrst og fremst og aðstandendur einnig..sem eru tvist og bast í öllum landshornum. Töluðum saman ömmurnar í dag og komumst að því að við áttum góða vinnufélaga þar sem við, um miðjan daginn tókum okkur "góða grátpásu" í örmum næstu samstarfsfélaga okkar ! En svona er þetta, gott að eiga góða að og að við erum ekki frosin gagnvart tilfinningum okkar - blásum út og horfum til framtíðar. Grátur er góður. Elska ykkur litla fjölskylda og ég veit að þetta verður í lagi og þið rúllið þessu upp í jákvæðni og gleði.  Ekki gleyma okkur hinum sem bíðum á hliðarlínunni og viljum allt fyrir ykkur gera !! Ragnar Snær á framtíðina fyrir sér ef ég þekki foreldra og Sölva Fannar rétt.

Knús elskurnar.

Amma Margrét


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er mjög erfitt að takast á við og sætta sig við. Ég get ekki sætt mig við þetta og finnst þetta ósanngjarnt..

Stella (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 14:12

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

elsku Magga og fjölskylda, leiðinlegt að heyra þetta, en reynum bara að líta á björtu hliðarnar, og þá gengur þetta, á sjálf spastiskan strák sem orðinn er 25 ára í dag, ég hélt alltaf í vonina og var bjartsýn,og hann sko plummar sig í dag , á íbúð,á bíl og vinnur, allt hægt

Kossar og knús.

Svanhildur Karlsdóttir, 1.12.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Auðvitað finnst manni slíkt aldrei sanngjarnt ! En gleðin og sorgin haldast í hendur - ekki satt. Takk Svanhildur - vissi um drenginn þinn til hamingju með hann, hefur verið erfitt og mjög gott að heyra að honum gengur vel í dag.....en auðvitað hlýtur allt þetta að vera sorgarferli til að byrja með og svo er að berjast áfram.......

Knús í allar áttir. mamma Magga....

Hulda Margrét Traustadóttir, 1.12.2007 kl. 23:04

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég hugsa til ykkar og bið.  Ég veit það er erfitt að fá slæmar fréttir en höfum hugfast að öll él birtir upp um síðir.  Hef sjálf orðið að sættast við erfiðan ferðafélaga sem er MS sjúkdómurinn.  Ég fór þá leið að setja sjúkdóminnEKKI

Vilborg Traustadóttir, 2.12.2007 kl. 20:58

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

.....í bílstjórasætið heldur halda því fyrir mig.  Það tók langan tíma með tilheyrandi sorgarferli og það er alveg satt hjá þér Stella þetta er ósanngjarnt.  Hugsa hlýtt til ykkar og veit að litli Ragnar Snær é bestu fjölskyldu sem hann hefði getað fengið og er í góðum höndum.  Hann á eftir að spjara sig vel.

Vilborg Traustadóttir, 2.12.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband