Lífið tifar áfram....

Er búin að vera frekar mikið utan við mig síðan ég fékk fréttirnar af litla Ragnari Snæ...hef vaðið úr einu í annað og ekki klárað neitt almennilega...í gær fór ég svo niður í banka að vinna, verið var að kveikja á jólatrénu á Ráðhústorgi og bankinn var opin í klukkustund áður og veitt var heitt kakó og piparkökur, einnig voru skemmtiatriði. Þar söng telpnakór jólalög og ég komst á eitthvað flug, allir voru glaðir og fengu sitt heita kakó með rjóma og jólin einhvernvegin settust að mér....komu bara svona .....

Í dag tók ég skurk og þvoði gardínur og hreinsaði glugga, setti upp jólaljós og kveikti á kertum og sendi bænir út til almættisins fyrir morgundeginum, þá fer litli Ragnar Snær aftur til læknis og fær annað álit - síðan er önnur skoðun á þriðjudagsmorgun - nánari en sú fyrsta - og önnur og fullkomnari tæki.

 Jólin koma brátt og ég er ákveðin í því að þau verða góð - friður í hjarta og sál er númer eitt og að allir þeir sem maður elskar upplifi þau þannig - hlakka til að fá Stellu, Ragga og synina norður og eyða með þeim jólunum.

Ætla ekki að kaffæra mig í einhverju "skrumi" nota það sem ég á og reyni að hlúa að fólkinu mínu og hafa það notalegt -  "Á jólunum er gleði og gaman.....

Ætla að setja hér inn fljótlega jólasögu frá Sauðanesi um það hvernig við upplifðum jólin í einangruninni sem þar var.....í minningunni voru allir glaðir og ylmur jólanna læddist svona að manni smátt og smátt og náði hámarki þegar pabbi kom berandi jólaeplin í bakpoka frá Siglufirði rétt fyrir jólin...þegar klukkan var sex á aðfangadag var opnað inn í stofu og við sáum jólatréð í allri sinni dýrð í fyrsta sinn....augun okkar ljómuðu, úti ílfraði stormurinn en inni var hlýtt og notalegt...jólaylmur í öllum hornum...

Það var þá. En held í gamlar hefðir og reyni að hafa jólin fyrst og fremst hátíðleg....hef verið erlendis um jól...en fann ekki jólin þar....þau voru HEIMA ! ´

Lifið heil og guð veri með ykkur

Magga

Væri samt til í að hafa báðar dæturnar og öll fjögur barnabörnin mín hér en.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já jólin voru tíminn.....komin í samband í Hveragerði...netið krassaði heima en kemst vonandfi í gang á morgun aftur...

Vilborg Traustadóttir, 2.12.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Finnst ég vera eitthvað sambandslaus við þig Vilborg þegar þú ert ekki á netinu, eitthvað svona einsog í gamla daga þegar bréfin bárust ekki vegna veðurs........Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 2.12.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband