Jól á Sauðanesi....fyrri hluti....

...endur fyrir löngu......Úti var svalt og hríðarkóf, hljóðvitinn var í gangi þar sem skyggni var slæmt úti fyrir norðurlandi.

Ég vaknaði við það á aðfangadag að pabbi var komin á stjá, en hann var alltaf snemma á fótum. Mér leið ógurlega vel að geta kúrt áfram í hreinu og fínu rúminu mínu og hlustað á vindinn syngja í húsinu....AÐFANGADAGUR...enn var hægt að finna lyktina af hangikjötinu sem soðið var á Þorláksmessu þrátt fyrir skötuna sem var á borðum í hádegi þann dag....Allt var hreint og fínt, mamma hafði lagt nótt við dag við bakstur og hreingerningar og á kvöldin settist hún svo gjarnan við saumavélina og saumaði jólafötin á okkur stelpurnar og jafnvel buxur á strákana.

Spennan var mikil fyrir jólin og pabbi fór gjarnan hlaupandi yfir fjallið sem skyldi á milli Sauðanes og Siglufjarðar einhvern af síðustu dögum fyrir jólin til þess að sækja hina ýmsu jólaglaðninga, ávexti og annað sem tilheyra þótti jólum, stundum komu félagar í skátafélagi Siglufjarðar á móti honum upp á fjall, til þess að spara tíma sérstaklega ef veður voru válynd, svo hann þyrfti ekki alla leið í bæinn. Við hin biðum spennt eftir því sem hann dró síðan upp úr bakpokanum, jólakort og bréf frá ættingjum og vinum og svo allt hitt sem var líka spennandi - mesta furða hvað komist gat fyrir í gráa bakpokanum hans pabba....og jólalyktin sem barst með rauðu fallegu eplunum sem upp úr pokanum komu fullkomnaði undirbúning jólanna.

En aðfangadagur var runnin upp og eftirvæntingin lá í loftinu....frammundan var skemmtilegasti dagur ársins að mínu mati , þar sem allir fóru í sparifötin og hversdagslega amstrið við búskapinn var í lágmarki, farið var snemma í fjós og fjárhús, gefið ríflega og síðan skellti pabbi sér í bað og í sparifötin og allt var klárt fyrir aðfangadagskvöldið okkar. Í okkar veröld á Sauðanesi.....Ylmur af steiktum rjúpum fyllti loftið, jólakveðjur voru í útvarpinu og við biðum spennt eftir því að opnað yrði inn í stofu klukkan sex en þá fengum við loks að sjá ljósum skrýtt jólatréð sem mamma og pabbi höfðu skreytt nóttina áður meðan við krakkarnir sváfum....messan í útvarpinu byrjaði og jólin voru komin

" Á afskekktum bæ út við sæ"  .................

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður fær svona kósý tilfinningu við að lesa þetta..

Vevvvvvvvvvvvvvv....

Stella (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Vevvvvv á okkur.  Man þetta vel........en gaman.

Vilborg Traustadóttir, 6.12.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband