Inn á milli jólasögu....Ragnar Snær Ragnarsson.

Ákveðið hefur verið að Ragnar litli Snær fari í aðgerð á hægra auganu sínu í næstu viku. Ákvörðun um þetta var tekin í gær af læknum og foreldrum. Vonast er til að hann geti fengið einhverja sjón á auganu ( 10 % ) ? að henni lokinni en er þó ekki víst og ekki vitað firr en að aðgerð lokinni. Vel skil ég að þetta verði reynt og gefur þó von.

Þetta hafa verið erfiðir dagar sérstaklega fyrir Stellu mína og Ragga og Sölva minn og aðrir í fjölskyldunni hafa fylgst með og beðið fyrir þeim og reynt að styðja við bakið á þeim- verð að segja að nokkur tárin hafa fallið hjá mér og fleirum. Auðvitað eru læknavísindin mikil og góð og framfarir á öllum sviðum, en það er alltaf erfitt að hugsa til lítilla barna á leið í svæfingar og stórar aðgerðir.

Svo verður sá tími erfiður sem á eftir kemur, en ég veit að Stella og Raggi eru samhent og hörku dugleg og eiga eftir að standa sig vel í þessu sem öðru. Ættingjar og vinir höldum áfram að biðja fyrir litla Ragnari Snæ og fjölskyldunni og mikið verðum við fegin þegar þessi aðgerð verður lokið.

En Ragnar Snær er sterkur strákur og á eftir að standa sig. Um það er ég handviss.

Jólin eru á næsta leiti, friður og gleði svífur yfir vötnunum . Aðventan verður að vissu leiti afar sérstök hjá okkur þetta árið en styrkir okkur líka í trúnni á allt það góða og að góður guð vaki yfir litla Ragnari Snæ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Við skulum vera bjartsýn. Dóttir mín er í bænahóp,má ég biðja hana um að biðja fyrir honum ?

Svanhildur Karlsdóttir, 5.12.2007 kl. 08:58

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk Svana mín, já þú mátt það endilega, því fleiri, því betra. Já ég er bjartsýn á að Þetta gangi allt saman vel. Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 5.12.2007 kl. 09:05

3 identicon

Já..þetta var erfið ákvörðun og maður fer fram og til baka í þessu..vevvvvvvvvvv..

Stella (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:55

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Auðvitað Stella mín, ekki við öðru að búast. Gott þegar þessi aðgerð verður búin.

mamma þín.

Hulda Margrét Traustadóttir, 5.12.2007 kl. 13:02

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hugsa hlýtt til ykkar og til hamningju með þessa ákvörðun. 

Vilborg Traustadóttir, 6.12.2007 kl. 17:25

6 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Talaði við dóttur mína í gær, og nú er beðið fyrir Ragnari Snæ hér á Höfn.........

En þú spurðir hvort ekkert væri hægt að gera við þessu bakflæði, ég var send í magaspeglun í byrjun ágúst, er ekki með þindarslit eða vítt magaop (sem yfirleitt veldur bakflæði), en það sáust magabólgur, svo má ekki hafa áhyggjur eða vera stressuð ,(hahaha, ég sem er alltaf stressuð og með áhyggjur af öllu)  og verð að passa allt sem ég læt ofan í mig, tek líka sterkar magapillur á hverjum degi, og drekk Aloe Vera daglega.      Ef ég svindla, og borða sterkann og kryddaðann mat, drekk mikið kaffi og fleira og fleira, þá fæ ég að finna fyrir því, svo allt mér að kenna

Fyrirgefðu hvað þetta er langt comment. 

Kveðja.

Svanhildur Karlsdóttir, 6.12.2007 kl. 18:14

7 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk Vilborg og takk Svana....kannast við stress og áhyggjur það fylgir því svolítið að vera  kona he he + og auðvitað ef fólk er ekki hraust, það hljóta að fylgja því áhyggjur, peningamál og fleira - skil þig vel að svindla - stundum. En gangi ykkur sem best og takk fyrir að tala við dóttur þína....trúi því alltaf betur og betur að allt verði í lagi....verður bara gott þegar aðgerðin verður búin og drengurinn litli fer að jafna sig.......Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 6.12.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband