6.12.2007 | 19:54
Jól á Sauðanesi - seinni hluti....
" Á afskekktum bæ út við sæ......"
Já, aftansöngurinn var byrjaður að hljóma í útvarpinu...við vorum að ljúka við að borða, allir voru prúðbúnir. Eftir matinn átti að ríkja þögn því pabbi og mamma vildu hlusta á predikun prestsins og jólaboðskapinn...við settumst prúð en spennt og reyndum að einbeita okkur að messunni og fallegu jólasálmunum þrátt fyrir það að pakkar biðu þess að vera opnaðir og við værum frekar óþreyjufull.
Þetta tiltekna aðfangadagskvöld var veður mjög vont og erfitt fyrir pabba sem þurfti að fara í vitann á þriggja tíma fresti til þess að dæla olíu á vélarnar sem drifu áfram ljós og hljóðvitann. Rokið var mikið og ofankoma. Jólagjafirnar voru ekki opnaðar firr en að afloknum aftansöngnum og uppvaskinu.
Ég man að ég fékk þrjá pakka - rosalega fallega tuskudúkku með hár og slöngulokka, heima prjónaða sokka og vettlinga og bók. Gleðin var mikil yfir gjöfunum og saman fékk fjölskyldan líka sælgæti, konfekt og fleira frá ættingjum. Þá voru gjafirnnar skoðaðar í krók og kring. Dúkkan mín var í fallegum rauðum kjól með gula slöngulokka, ég strauk henni og athugaði hvort hægt væri að klæða hana úr kjólnum og ég man að bókin sem ég fékk var í plasti og ég vildi ekki taka það utanaf alveg strax, hún var svo falleg og ný. Praktísku gjafirnar sem prjónaðar voru af ömmu Guðfinnu féllu líka í góðan jarðveg - oftast var meira lagt í jólasokka og vettlinga, hún hafði prjónað á þá randir til punts.
Eftir að gjafirnar höfðu verið opnaðar heyrðum við að veðrið var að versna til muna....pabbi ákvað að brjótast út í vitann og hafði verið forsjáll því hann vissi að óveður var í nánd og hafði strengt kaðal frá húsinu og út í vitann til þess að hafa haldreipi á leiðinni úteftir (ca. 200 metrar voru á milli húsanna). Við reyndum að rína út í myrkrið og snjóstorminn til þess að sjá hvernig honum gengi en sáum lítið....það var sími í vitanum og hann hringdi heim í hús, að okkur fannst óratíma síðar til þess að láta okkur vita að hann væri komin í vitann heilu og höldnu og hann hafði þá líka ákveðið að sofa í vitanum um nóttina til þess að þurfa ekki að æða út í óveðrið ótal sinnum. Okkur þótti það mjög leitt en mamma ákvað að hafa kvöldið skemmtilegt samt sem áður, hitaði súkkulaði og þeytti rjóma og bar fram jólasmákökur, síðan las hún fyrir okkur og undir hljómaði jólatónlist á "gömlu gufunni."...við sátum þétt saman og hlustuðum...
Þrátt fyrir þetta sofnuðum við sæl og glöð hjá henni mömmu við vorum örugg hjá henni og ég man að ég brosti að dúkkunni minni og bauð henni góða nótt þar sem hún var í fanginu á mér.....en í bænum mínum var hann pabbi sem svaf á jólanóttina aleinn í vitanum á hörðum bedda.
Þegar ég vaknaði á jóladagsmorguninn, hafði veðrið lægt og pabbi var komin aftur heim í hús, hress og glaður og jólin okkar héldu áfram, það var spilað og lesið borðað og hlegið og jólin héldu áfram í húsinu á nesinu...........................
Gaman að hugsa um þennan tíma núna á aðventunni.........
Athugasemdir
Þú varst einhvern tímann búin að segja mér frá þessu með afa. En gaman að lesa þetta..
Já, það eru breyttir tíma, það iljaði mér um hjartaræturnar að lesa þetta eftir að hafa farið í stærstu leikfangaverslun landsins seinni partinn í dag.
Þrjár gjarfirnar sem þú fékkst voru gjafir sem þú manst ennþá eftir í dag..hugsaðu þér hvað það er sæl minning. Nú muna börnin varla hvað er frá hverjum..
Stella (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 23:03
Man þegar við Mángi fórum í fyrsta sinn að kaupa jólagjafir saman á Siglufirði. Keyðtum lítil lukkutröll fyrir Sollu og Möggu á annað hvort 25 kr eða 75 kr stykkið og jólatrésengil á toppin á jólatrénu fyrir mömmu (sama verð) Svo kölluðum við hornanna á milli í Aðalbúðinni, "þetta er alveg nógu gott handa þeim" og "þetta er alveg nógu gott handa henni"! Gaman að lesa þó ég muni ekki eftir öðru en ég varð hálf abbó út af dúkkunum því mín var minni, hehe ...það var hún Gunna mín doppótta í doppótta kjólnum. Tók hana í sátt seinna.
Vilborg Traustadóttir, 7.12.2007 kl. 22:29
Keyptum....á þett að vera
Vilborg Traustadóttir, 7.12.2007 kl. 22:30
Já, man líka eftir lukkutröllunum - voru flott
Hulda Margrét Traustadóttir, 8.12.2007 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.