Erfiður dagur............

Biðin var löng eftir fréttum og mikið var ég fegin þegar að Raggi hringdi loksins í mig eftir hádegi og lét mig vita að aðgerðinni væri lokið...........ekki er enn vitað hvort eða hversu mikla sjón Ragnar Snær fær á augað, en það var ský aftan á augnsteininum hans og hann fékk því nýjan.

Erfiðast var að heyra í Stellu minni sem var algjörlega samanbrotin þegar hún hringdi í mig um þrjúleitið. Það er erfitt að horfa á litla barnið sitt við þessar aðstæður og ekki alveg vitandi um hvort þetta var á hann leggjandi - en var þó reynt. En höldum í vonina - ég trúi því að á morgun verði farið að létta til, þegar slöngur og spelkur fara að hverfa og litli kallinn fer að vakna betur og þessi litlu börn braggast svo ótrúlega fljótt. Maður er bara svo bjargarlaus við svona aðstæður og hrikalega erfitt að vera svona langt í burtu og geta ekkert gert.

Held áfram að biðja og kveiki á mörgum kertum í kvöld. Takk fyrir að kíkja við hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hann verður "flottastur"....næst á eftir "stóra bróður"...

Vilborg Traustadóttir, 12.12.2007 kl. 18:07

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:21

3 identicon

Já, mér hefur aldrei liðið jafn illa og mér leið í gær og að heyra í þér mamma var eitthvað sem ég þurfti en gat ekki komið upp mörgum orðum í gegnum tárin. En ég trúi og vona að við höfum gert rétt. Framhaldið verður svo bara að skýrast.

Knús..

Stella (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 09:32

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hefði viljað vera á staðnum......en....gekk ekki upp því miður. En gott að þetta er allt á réttri leið

Hulda Margrét Traustadóttir, 13.12.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband