13.12.2007 | 21:34
Léttir.....
... að foreldrarnir eru komnir heim með drenginn sinn og fjölskyldan litla er sameinuð á ný.
...léttir að heyra að jafnvel sé komin einhver sjón á hægra augað hjá Ragnari Snæ.
...léttir að heyra að Ragnar Snær er farin að brosa og virðist ekki líða illa.
...léttir að Stellu líður betur og Ragga auðvitað líka þó maður viti síður hvað hann er að hugsa.
...léttir að vita hann með Stellu og drengjunum....
...léttir að það er hægt að gera svo margt með læknavísindunum.
...léttir að búa á Íslandi þar sem allt gengur að því er virðist hratt fyrir sig ef á þarf að halda - og hlutirnir virðast ögn manneskjulegir.
...léttir að vita að maður eigi svo marga vini sem hugsa hlýtt til manns þegar lífið er erfitt.
...léttir að hafa nánast aldrei þurft að hafa áhyggjur af heilsufari sinna nánustu.
En þó eitthvað bjáti á stöndum við saman sem einn maður og tölum saman og blásum út þegar á móti blæs, segjum það sem við viljum segja og látum það eftir okkur að gráta....það er eitthvað sem hjálpar og svo sá samhugur sem virðist vera í bæninni og því að hugsa vel hvort um annað...það hjálpar mikið að tala og hafa samband.
Þakka þeim sem voru með okkur þessa daga ....og látið mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir ykkur !
Mér líður svo miklu betur í dag en í gær ! Sofum því rótt í nótt !
Athugasemdir
Svanhildur Karlsdóttir, 13.12.2007 kl. 23:23
Ég hef sent margar góðar hugsanir til ykkar allra undanfarið og það er gott að heyra að aðgerðin gekk vel. Kannski og vonandi verður niðurstaðan betri en á horfðist í fyrstu. knús
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:27
TAKK báðar - Drífa mín við erum að vona að það komi í ljós á þriðjudaginn hvernig sjónin á auganu er - en það lítur út fyrir að vera einhver sjón
Hulda Margrét Traustadóttir, 14.12.2007 kl. 11:44
Frábært. Knús til ykkar.
Vilborg Traustadóttir, 14.12.2007 kl. 17:10
Við vitum það ekki enn mamma..það kemur ekki í ljós nærri því strax, kannski við 3 ára aldurinn verður það mælanlegt hvort einhver sjón verði á auganu. Hann beitir auganu ekki rétt og er ekki alveg að gera þetta rétt en það kemur vonandi en verður mikil vinna.
En það sem skiptir máli núna er að taka bara einn dag í einu og njóta hvers annars í botn..
Takk allar fyrir kveðjurnar og fallegar hugsanir, það er gott að eiga góða að..
Stella (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.