Jólin, jólin.....

...þá er það ákveðið, við ætlum að vera hér heima, hjúin um jólin. Vorum búin að hugsa okkur að fara suður og vera með dætrunum og fjölskyldum, en við erum með hundinn Dalí og ekki er talið æskilegt að Ragnar Snær sem enn er í sýkingarhættu með augað sitt sé á meðal dýra fyrstu vikurnar eftir aðgerð, þá ákváðum við að taka enga áhættu - ekki getum við skilið Dalí eftir einan heima og viljum vissulega ekki yfirgefa hann um jólin heldur, þar sem þá er einmitt tækifæri til að fara í lengri göngutúra og vera heima og með honum.

Að vandlega hugsuðu máli er líka betra að það verði rólegheit í kring um Ragnar Snæ og fyrir mestu að hann komist klakklaust yfir allar þær hættur sem fylgja á eftir aðgerð eins og þessari. Enda hafa foreldrarnir í nógu að snúast með hann og öllu því sem fylgir eftirmeðferðinni.

Stella er búin að lofa mér því að koma norður strax og það er óhætt að ferðast með hann og þegar hættan er liðin hjá - en það er áríðandi fyrir þau að vera nálægt hans lækni ef eitthvað kemur uppá. Eða þá að við "gömlu" skreppum suður.....

Aðventan hefur verið skrítin, ekki mikið um jólaundirbúning en jólin þau koma samt og við gerum okkar jólahreingerningu og plön um helgina. Mikið hefur verið að gera í vinnunni allan mánuðinn og það verður kærkomið að lúra og lesa og hvíla lúin bein í bland við útivist og fleira. Það er ekki stærsta áhyggjuefnið, kvíði því ekki að við eigum ekki góð jól. Fyrir mestu er að Ragnar Snær er á góðu róli og allt í rétta átt. Tinna, Hrönn, Sölvi Fannar og Ragnar Snær fá bara að njóta þess að hafa ömmu og afa meira á nýju ári ! Næstu jól - ef allt fer eftir óskum - lífið er bara eitthvað svo óútreiknanlegt....þá stefnum við á samveru næstu jól....og þá verður kátt í höllinni, hvaða höll sem það nú verður, skiptir ekki máli - ef allir verða glaðir og hraustir. Smile

En gleðiefni dagsins var að skoða myndir af Ragnari Snæ með nýju gleraugun sín og vita að hann hló og skríkti af gleði með þau á nefinu - hann er líklega að sjá veröldina í réttu ljósi í fyrsta sinn með góða, fjarsýna auganu sínu. Það er frábært. Cool

Meira fyrir jólin - Friður og kærleikur umvefji ykkur !

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já hann er fínn með gleraugun og líður greinilega vel að sjá betur.  Hafið það gott um jólin.  Heyrumst.

Vilborg Traustadóttir, 20.12.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hér verðum við gömlu hjónin líka bara tvö um jólin með okkar 2 hunda, en um síðustu jól voru 2 yngri synir mínir hér, svo hver veit hvernig næstu jól verða.

Yndislegt að heyra hvað allt gengur vel með Ragnar Snæ.

Kveðja.

Svanhildur Karlsdóttir, 21.12.2007 kl. 08:05

3 identicon

Já hann er glaður með gleraugun en ekki jafn glaður þegar plásturinn er settur yfir góða augað..vevvvvvvv..

Já þetta líf er óútreiknanlegt það er sko ábyggilegt..

Stella (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 12:42

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já Stella mín, þetta verður barátta en eins og ein vinkona mín sagði sem á mjög heyrnarskerta dóttur "Þessum börnum er gefið svo margt annað ".......hennar dóttir er með heyrnartæki, gengur vel í skóla og er að fara sem skiptinemi til Ameríku eftir áramótin og henni hefur gengið mjög vel að fóta sig í lífinu.

Er viss um að Ragnar Snær á eftir að spjara sig vel með góðri hjálp ykkar sem elskið hann svo mikið.....svo á hann líka ömmurnar og afana og frændurna og frænkurnar....  Svona er lífið fullt af óvæntum atvikum ....................

Mamma

Hulda Margrét Traustadóttir, 21.12.2007 kl. 22:23

5 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Hæ.

Vona innilega að allt gangi vel hjá Ragnari frænda mínum!

Kominn inn á þessa síðu, hef oft notað leyninúmerið en núna komst ég allt í einu inn.  Gaman að því.

Magnús Þór Jónsson, 21.12.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband