24.12.2007 | 08:55
Aðfangadagur, bjartur og fagur....
Var að koma úr morgungöngu með Dalí. Við vorum ein á ferð í kirrðinni. Í gærkvöldi snjóaði, þannig að jörðin er alhvít. Í logninu í morgun stirndi á snjóinn og engu líkara en að glimmer hefði verið stráð yfir jörðina - afar fallegt. Og stjörnurnar líkt og dönsuðu á himninum. Þvílík fegurð....
Kirrlát morgunstund klukkan átta á aðfangadagsmorgni.
Kom inn rjóð í kinnum og tilbúin í daginn góða. Gleðileg jól enn og aftur
Athugasemdir
takk fyrir myndirnar Magga mín, hann er yndislegur, algjört krútt
Gleðileg jól
Svanhildur Karlsdóttir, 24.12.2007 kl. 10:06
Gleðileg jól til manna og málleysingja. Mímí biður að heilsa Dalí en er held ég hálfegin að hafa hann í hæfilegri fjarlægð;-). Gleðileg jól.
Vilborg Traustadóttir, 24.12.2007 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.