25.12.2007 | 16:29
Jóladagur....
Aðfangadagskvöldið leið rólegt og gott hjá okkur "þremenningunum". Allir glaðir og í sínu fínasta pússi. Rjúpurnar smökkuðust dásamlega með öllu tilheyrandi og ég var búin að lúra á bláberjasultu krukku frá mömmu síðan í haust - alveg dæmalaust hvað þessi sulta er ómissandi með rjúpunum. Þó sulta sé nú ekki það sem ég borða mikið af þá er þessi sú allra, allra besta.
Já Tommi tengdasonur bjargar alltaf jólunum, svo duglegur á veiðunum. Takk Tommi minn !
Á undan borðuðum við graflax og ristað brauð og heimatilbúna sósu með. Vorum með fullt af jólaljósum og kertaljós í öllum stjökum.....afar notalegt, hlustuðum á aftansönginn í útvarpinu og hugsuðum til alls okkar fólks, hérlendis og erlendis.
Tókum okkur góðan tíma í pakkana og Dalí fékk auðvitað pakka og var ofur spenntur. Við hjónin fengum margt fallegt og þökkum ykkur kæru ættingjar og vinir fyrir allt þetta, já það er gaman að gefa og gaman að fá gjafir. Á náttborðinu mínu er ný mynd af litlu bræðrunum Sölva Fannari og Ragnari Snæ, þar sem þeir kúra saman glaðir á svip og litlu fallegu jólasveinarnir frá Tinnu sitja pent á aðventukransinum í eldhúsinu. Nóg er að lesa og allt fullt af konfekti og góðgæti. Ný falleg náttföt og snyrtivörusett frá dætrum og tengdasonum og náttkjóll og uppáhaldsilmvatnið frá eiginmanninum, allt svo fallegt og gefið af góðum hug. Dollí Parton diskurinn frá Sollu systir sló í gegn og hálsmenið frá Vilborgu er afar fallegt......og fullt af öðru fallegu dóti....kertastjakar og bakki með könnum fyrir olíu og salt og pipar, falleg jólabjalla, falleg brauðskál, kaffi og vanilluolía í það og og og ....svo allar fallegu myndirnar í jólakortunum og fréttir af ættingjum og vinum og þeirra fallegu jólaóskir........
Allt jafn fallegt Gaman, gaman...
Fórum í klukkutíma langan göngutúr hér upp í fjallið í dag, afar hressandi að fara svona út eftir matinn. Nú sjóar á Akureyri í logni og fáir á ferli. Kertaljósin loga í Vestursíðunni, friður í sál og sinni og búin að heyra í öllum mér nákomnustum í gær og í dag....öllum líður vel og það er svo mikils virði.
Jólin halda áfram og jólagleðin líka. Hafið það sem allra best. Njótum áfram þessara dýrðlegu daga.
Athugasemdir
Takk sömuleiðis fyrir fallega mynd og geisladisk. Hafið það sem best og gleðilega jólarest!!!
Vilborg Traustadóttir, 25.12.2007 kl. 23:33
Kærar þakkir fyrir okkur..vona að þú náir að slaka vel á þegar þú kemur heim í dag eftir stífan vinnudag..
Stella (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.