30.12.2007 | 11:25
Árið 2007 að enda....litið yfir farin veg....
......hefur verið farsælt....skipst á með skyni og skúrum - eða þannig.
.....hjónin unnu sína vinnu og láta nokkuð vel af sér hvert á sínu sviðinu, frúin í peningatalningu ásamt því að stjórna gjaldkeradeildinni í L - bankanum og öllu sem því fylgir og bóndinn í ketskurðinum hjá því ágæta fyrirtæki Kjarnafæði. Allavega alltaf nóg að gera !
........í mars vorum í skemmtilegu partíi í Austurbrúninni hjá mömmu og pabba ásamt mörgum öðrum úr fjölskyldunni, mikið sungið, mikið gaman.........
.....Stella, Raggi og Sölvi Fannar fluttu aftur upp á land frá Vestmannaeyjum eftir eitt ár þar í maí og von var á fjölgun í fjölskyldunni.....og við ekki búin að láta verða af heimsókn til Eyja....
.....ættarmótið á Sauðanesi 23 og 24.júní var vel sótt og afar vel heppnað. Haldin var myndlistarsýning í vitanum svona í leiðinni þar sem margir tóku þátt - stórir og smáir. Kvöldvakan og sameiginlega grillið vel heppnað og nóg var af afgöngunum !
.....áttum sumarfrí í júlí - hurfum á vit náttúrunnar með tjald og allar græur vestur á firði. Fengum frábært veður, sváfum í tjaldi, þræddum hvern fjörð og vorum með nesti....afar gaman að sjá þennan landshluta sem maður hafði aldrei komið til áður. Við enduðum í að reyna að tjalda síðustu nóttina á Barðastöndinni í roki og rigningu en gáfumst upp og komumst í húsaskjól hjá Magga og Helgu á Selhólnum á Snæfellsnesinu góða undir morgun....og Dalí var með allan tímann og stóð sig vel...
.....Tinna var með okkur í nokkra daga hér fyrir norðan, mjög gaman hjá okkur. Vilborg kom í nokkra daga og við settum upp vinnustofu á svölunum og máluðum eins og óðar í nokkra daga.....það var hvergi af sér dregið og meistari Örn Ingi mætti til þess að taka út verkin....
.....september....Vilborg og Guðrún tengdadóttir hennar komu norður, Mángi bróðir líka og Dagga konan hans, við skunduðum öll á myndlistarnámskeið hjá Erni Inga sem byrjaði á föstudagskvöldi og stóð nær sleitulaust til klukkan fjögur á sunnudegi....þetta var afar gaman og mest gaman þóttir mér að fylgjast með systkinum mínum og mágkonu og auðvitað Guðrúnu líka taka tilsögn hins litríka kennara míns Arnar Inga....José stóð vaktina í eldhúsinu heima og helgin leið alltof hratt við listsköpun og glímu hvers og eins við myndefnin sem voru af ýmsum toga....abstrakt, fuglar, landslag, blóm og fleira.............lítið sofið, málað og málað og notið þess að vera saman. Góð helgi þar !!!
....ég setti upp ljóða og myndlistasýningu á Bláu könnunni í boði Stellu staðarhaldara og ljóðin voru samin af frú Margréti (sem málaði myndirnar), frú Vilborgu systur og herra Gísla Gíslasyni. Vel heppnað, fékk mikla umfjöllun en sala hefði mátt vera meiri.....sýningin stóð í tvo mánuði.
.....nýtt barnabarn fæddist 06. oktober. Drengur númer tvö hjá Stellu og Ragga, við fórum í skírnina og drengurinn fékk nafnið Ragnar Snær Ragnar eins og afi Ragnar í Vestmannaeyjum.
.....á skírnardagskvöldið fórum við hjúin ásamt Sollu systur og Vilborgu systur á ógleymanlega tónleika með Kim Larsen og Kjukken.....
....viku síðar kom í ljós að Ragnar Snær hafði ekki sjón á hægra auganu sínu...það voru erfiðar fréttir og erfitt ferli fyrir foreldrana sem á eftir fór, skipt var um augastein á auganu og aðgerðardagurinn var mjög strembin fyrir þau öll og okkur sem biðum frétta hvert í sínu landshorninu....nú er Ragnar Snær komin með gleraugu og verið að reyna að þjálfa upp einhverja sjón á auganu hans...ekkert hefur komið uppá eftir aðgerðina svo nú erum við bara að vona að áfram gangi allt vel.
.......jólin eru búin að vera AFAR róleg hjá okkur hjúunum og Dalí, þar sem engir ættingjar eru á Akureyri voru ekki haldin nein kaffisamsæti né annað hjá okkur þetta árið.....verður vonandi næst....
Á næst síðasta degi ársins er hvasst hér úti en hlýtt í veðri, er búin að fara út á morgungönguna og lít nú hér yfir farin veg......uppúr standa stundir sem við höfum átt með fjölskyldu meðlimum og barnabörnunum...
Nýja árið rétt ókomið og engin veit hvernig það á eftir að þróast hjá okkur öllum í fjölskyldunni og á öðrum vettvangi, en vonir eru bundnar við að það verði okkur öllum gott og gjöfult.....
Megi nýja árið færa ykkur öllum gleði og verða ykkur farsælt....
Gleðilega hátíð....
Á von á því að annað kvöld verði frúin inni í svefnherbergi undir miðnættið með hundinum Dalí sem þá verður undir rúmi í hræðslukasti yfir sprengingunum...ljósin verða kveikt, sjónvarpið á fullu og dregið fyrir alla glugga....til að draga úr mestu hremmingunum....þvílíkt hvað hann óttast þetta, þorir varla út til að pissa.....
En þið sem sprengið - góða skemmtun ! Gangið hægt um gleðinnar dyr.
Athugasemdir
Bestu kveðjur til ykkar
Söknum ykkar..
Stella (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 23:09
Hvernig væri að mæta í kalkúninn hjá systir? Geir keypti 10 kg skrokk!
Vilborg Traustadóttir, 31.12.2007 kl. 02:27
Sömuleiðis Stella mín, vildi svo oft að það væri styttra á milli okkar....Vilborg, það verður heldur betur hægt að borða ! Betur að við værum öll samankomin hjá þér....við José verðum með kalkúnabringur.... Knús til ykkar dúllurnar mínar....
Hulda Margrét Traustadóttir, 31.12.2007 kl. 08:02
Elsku Magga, gleðilegt ár til þín og José og takk fyrir góð kynni í gamla daga, og takk fyrir endurnýjuð kynni
Svanhildur Karlsdóttir, 31.12.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.