Lífið er gott.......

.....það er svo gott að eiga góða að, börnin og barnabörnin, og vera þakklátur fyrir eðlilegt líf og samskipti. Laust við reiði og hatur - eða aðrar slæmar hugsanir.

Hjá sumum koma upp "krísur" á síðari helmingi ævinnar. Verð ævinlega þakklát fyrir það, að taka þetta út á réttum tímapunkti -  á meðan ég hafði ekki þennnan fulla þroska sem ég hef í dag gerðust hlutir í minu lífi sem ERU og VERÐA ....og verður ekki breytt...

Á sama tíma eru aðrir í mínum aldursflokki ennþá að kljást við drauga fortíðar og framtíðar...endalaust.....og eru ekki búnir að átta sig á því að leitinni að hamingjunni líkur einn daginn! Hvað er hamingja ? Vera sáttur við það sem er og þá er friður í sál og sinni - ekki rétt ?

Ást er eitt - tryggð er annað og fullkomin samhljómur ennþá eitt undrið !

 

Bara si sona - innslag !

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ertu að meina "gráa fiðringinn"? Gott innslag og þörf pæling. Tryggð við þá sem "þola mann" ár eftir ár er hamingjan, hún felst í því að gleðjast og hryggjast með sínmu og vera góður við þá sem maður hefur bundið trúss við í lífinu. "Það besta sem ég veit er venjulegur dagur, þar sem ekkert hefur breyst og allt með kyrrum kjörum og allt með sama hætti og í gær"... söng Brattur á diskinum þeirra hjónanna hans og Láru...það er í fullu gildi. Það er hamingjan.

Vilborg Traustadóttir, 24.1.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

sínum....

Vilborg Traustadóttir, 24.1.2008 kl. 21:59

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Já, loksins fann ég hamingjuna og er sátt........jú stundum pirrar mann hitt og þetta, en maður kann að taka því í dag

Svanhildur Karlsdóttir, 25.1.2008 kl. 00:02

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ég var bara að velta því fyrir mér í gær þegar ég kom heim til mín og José var úti með Dalí, hvað það var gott að vera heima með allt sitt í góðu lagi.

Það var eitthvað svo notalegt ! Seinna um kvöldið lá Dalí minn og svaf og rólegheitin "svifu yfir vötnunum"......NOTALEGT !

Rétt Vilborg gleðjast og hryggjast saman og vera sáttur. Já Svana stundum er maður pirraður en það er SVO eðlilegt.....

Hulda Margrét Traustadóttir, 25.1.2008 kl. 08:18

5 identicon

Já, það er bara eðlilegt að vera misjafn dag frá degi, en mikilvægt að njóta þess sem maður á og kunna að njóa þess!!

Stella (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 16:35

6 identicon

..njóta..

Stella (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband