Þorrablót....

Mamma og pabbi voru með þorrablót í Reykjavík í gær fyrir systkini mín og maka, dugnaðurinn alltaf í þeim...og eflaust hefur verið mjög gaman hjá þeim.

Bóndi minn stakk hins vegar uppá því að við hefðum þorrablót hér fyrir okkur tvö, útvegaði svið og sauð hangikjöt á föstudaginn og var líka búin að viða að sér súrmat frá Kjarnafæði - sem hann bjó nú að einn því ég er ekki mikið fyrir súrmat - ja nema súrt slátur. Góðan vestfirskan harðfisk frá Ísafirði hafði hún Gilla mín útvegað mér og mér tókst líka að verða mér úti um laufabrauð. Síðan útbjuggum við rófustöppu og uppstúf og úr þessu varð hin mesta veisla. Rauðvín og kertaljós og rómantík Wink Maður þarf ekki alltaf að fara langt til þess að gera sér dagamun....En það er gaman að viðhalda gömlum hefðum og mest gaman að minn Portugalski maður skyldi stinga uppá þessu afþví að hann langaði SVOOOOOOOO í þorramat - þess virði á bóndadaginn !

Helgin góð og búin að fara á morgungöngu.....nú er farið að hvessa og gott að vera inni í hlýjunni. Er svo fegin að eiga svona dag - sunnudag - til hvíldar, lesturs, útivistar eða bara einhvers dundurs.......dásamlegt !

Hafið það sem best....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hér enginn þorramatur, þó maður hafi nú stundað þorrablótin grimmt hér í gamla daga, ét ég ekki þorramat, nema þá hangikjöt og harðfisk, jú minn kall étur þetta, en það er ótrúlegt hvað svona "gamall og súr matur" er dýr í búðunum

Svanhildur Karlsdóttir, 27.1.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já Svana allur matur er of dýr á þessu landi, minn kall vinnur hjá kjötiðnaðarfyrirtæki svo hann getur fengið þetta aðeins ódýrara, nú vilja þeir meina að súrmatur sé afar hollur. Eins og ég sagði er ég ekki mikið fyrir súrt en maður ólst upp við hafragraut og súrt slátur....það finnst mér ágætt en hangikjöt, svið og haðrfiskur, finnst mér gott... 

Pabbi verður níutíu ára í ár og mamma 87.ára. Þau ólust upp við þetta fæði og mikið af fiski....og eru eru brött !

Hulda Margrét Traustadóttir, 27.1.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það var mjög gaman og góður maturinn. Ég er að verða meira fyrir súrmatinn en áður. Sátum svo og rifjuðum upp gömlu leikina frá Sauðanesi eins og munkurinn gekk á engi...(eða eitthvað svoleiðis) og þessa sögnva sem sungnir voru með leikjunum. Mundi skyndilega þarna hvers vegna ég þarf að fara til sálfræðings....."Að hverju ertu að leita? Nálinni minni gömlu. Hvað ætlur þú að gera við hana? Sauma saman pottinnminn. Hvað ætlarr þú að gera við hann? Sjóða í honum börnin mín. Og hver eru þauÐ Það eruð ÞIÐ!" Svo var stokkið á okkur og sá sem náðist var soðinn!!!!!

Vilborg Traustadóttir, 27.1.2008 kl. 23:24

4 identicon

Ohhhhhhhhh..hér borðar bóndinn ekki þorramat en við Sölvi borðum slátur..

Kósý hjá ykkur..

Svo er rúmur mánuður í Strandamannapartýið..spennandi

Stella (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:32

5 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Gott að heyra að vel gengur í þorrabrasinu.

Hér verður bara farið á þorrablót, enda skilst mér að skólastjórinn fái það óþvegið.  Er að undirbúa mig undir viðtal hjá Sigmundi Erni eftir þá meðferð!

Kveðjur á Akur af Hólnum.

Magnús Þór Jónsson, 29.1.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband