Góðan og blessaðan daginn........

Góður sunnudagsmorgun, var á hefðbundinni sunnudagsmorgun-göngu með Dalí minn sem hvílist núna í sínum einkastól í stofunni og svo heyri ég "fallegar" smáhrotur frá svefnherberginu - kallinn minn horfði á sjónvarpið eitthvað frammeftir í gær....en ég Sleeping sofnaði tiltölulega snemma...er meiri morgunmanneskja, held að þær séu ekki svo margar í minni fjölskyldu - jú pabbi og Mángi e.t.v. veit að systrum mínum Sollu og Ippu og henni mömmu minni finnst gott að sofa á morgnanna, held að Hulda dóttir mín sé frekari morgunmanneskja en Stella mín, veit líka að Tinna elsta barnabarnið mitt er upp á morgnanna og bíður eftir að hinir vakni og Sölvi dóttursonur minn líka......við vorum oft búin að vera á stjái lengi áður en aðrir vöknuðu síðast þegar þau voru hér í nokkra daga en engin er verri fyrir það hvor vaknar firr eða seinna ....höfum bara okkar misjöfnu venjur.....stundum væri ég t.d. til í að sofa örlítið lengur á morgnana en svo er það hundurinn Dalí, hann er sko ekki til í að sofa á morgnanna, klórar í mann um helgar til að láta mann vita að nú sé komið nóg og þá er það Margrét sem fer á stjá....í morgun lét hann það eftir sér að sofa til kl. 9.

Allt gott af Sollu systir, talaði við hana í gær og lætur hún mjög vel af sér, var meira að segja að spá í að hala saman kvennleggnum í fjölskyldunni til helgarferðar til kóngsins Köben ??? Hver veit hvað við getum gert í því ? Væri gaman Cool Hún er að ná sér eftir aðgerðina og fær e.t.v. að fara heim á morgun en þarf að taka því rólega á næstunni. Gott að þetta er búið.

 

Hér er blóm fyrir þig Solla af því að þú átt allt gott skilið og við erum svo glöð hvað allt gekk vel !

 

 

Aðrir sem líta hér við fá líka blóm afþví að þið eruð öll svo frábærir vinir og vandamenn og góðar persónur !

   Love .......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir blómin....;-) og eigðu góðan dag einnig!!!

Vilborg Traustadóttir, 2.3.2008 kl. 14:19

2 identicon

Gott að allt gekk vel. Vorum að koma frá þeim gömlu.

Mamma þú veist að þú ert LÍKA að fara til Ameríku í haust með dætrum þínum..það er allavega á planinu..

Stella (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:49

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þetta var nú fyrsta hugdetta Sollu eftir aðgerðina, hver veit nema hún vilji frekar koma til Ameríku

Hulda Margrét Traustadóttir, 2.3.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Gott að heyra af Sollu......hvaða voða útlanda-flakk verður á þér kona

takk fyrir blómin

Svanhildur Karlsdóttir, 2.3.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Svana, var búin að lofa dætrunum að fara með þeim haustferð til Ameríku (verslunarferð)....ég get því miður ekki farið í allar áttir - þannig að maður verður að velja og hafna kannski Solla og Ippa komi frekar með til Ameríku - við viðrum málin ! Svo langar kallinn heim til Portugal í sumar............. Verst að eiga ekki sand af seðlum............en ég er samt ákaflega heimakær og reynist alltaf erfiðara að fara burt frá Dalí ............ 

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.3.2008 kl. 08:24

6 Smámynd: Ketilás

Vantar myndir!!!;-)

Ketilás, 4.3.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband