8.3.2008 | 16:17
Vonbrigði.........
Í kvöld ætlaði ég að vera í Reykjavík, nánar tiltekin í Austurbrún hjá mömmu og pabba þar sem þau fyrstu helgina í mars á hverju ári taka á móti börnum og barnabörnum og allir eru glaðir syngja og tralla og gleðjast yfir því að hittast -
Við vorum á síðasta móti í mars 2007 og það var rosalega gaman og við systurnar þrjár saman í fyrsta sinn til margra ára. En allt var eins og við hefðum verið saman í gær - við vorum öll eins og þegar við vorum í föðurgarði sungum og trölluðum - alveg eins og í gamla daga, alveg eins og við hefðum aldrei farið að heiman og aldrei slitið samvistum.....við vorum bara við, eftir misjafnan gang í lífi okkar allra. Það eina sem hafði breyst var það að við vorum orðin eldri og reyndari, allt annað var eins. Við erum svo heppin að hafa foreldrana þennan trausta bakhjarl okkar allra ennþá með okkur, það verður seint fullþakkað.
En s.l.fimmtudaginn kom kallinn minn heim úr vinnunni með hita og var ansi slappur, margir búnir að vera veikir í kring um okkur síðustu dagana í vinnunni okkar og það kom að því að minn kall yrði veikur og einhver vottur af veikindum hjá mér en kannski bara þreyta. Þessi tímasettning var afleit - en hvað var þá hægt að gera annað en aflýsa suðurferð og vera bara heima og vonast eftir að koma saman aftur að ári !
En lífið er bara svo óútreiknanlegt og hver veit hvað verður að ári.
En við verðum allavega með ykkur í huganum og vonum að þið skemmtið ykkur sem allra best. Þið sem ekki komist þetta árið frekar en við, getum huggað okkur við að fólkið okkar er hresst eins og við er búast af því - því þetta er kjarnorkufólk komið af kjarnorkufólki
Knús og kossar, skemmtið ykkur ofurvel ........... Miss you
Athugasemdir
Æi þetta var leiðinlegt,mikið skil ég þig vel, það er einmitt líka sjaldan sem við systurnar hittumst, það var helst við fermingar, en núna erum við allar búnar með fermingarkvótann
Svanhildur Karlsdóttir, 8.3.2008 kl. 18:08
Það var fjör! Gítarinn mundaður og "rithmasveitin" í góðum gír. Skelltum okkur á ballið ég og "Solla stirða" og "Drivethehrive", bara fjör. Söknuðum ykkar en þið verðið ara að koma um næstu helgi?
Vilborg Traustadóttir, 9.3.2008 kl. 15:32
Það var fjör..vantaði bara ykkur og nokkra til..
Stella (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 12:15
Nú er Geir minn Fannar að koma land til Helgvíkur. Þeir fylltu Áskel, hann hoppaði yfir í Súluna eftir að þeir höfðu dælt hana fulla líka og flýgur til Neskaupstaðar í fyrramálið þar sem hann verður fyrsti stýrimaður á Margréti EA. Hann er fyrsti stýrimaður á Áskeli EA en þar sem verkefni fyri Áskel eru ekki fyrirsjáanleg bauð útgerðarmaðurinn honum þetta. Hreint ftábært. Þeir fara á Kolmunna. Hversvegna segi ég þetta hér? Jú hann fer á Margréti og getur því sagt, "er á Margréti, verð á henni, sendu mér sængina strax"!!
( Það var togarajaxl sem réð sig á Margréti og sendi svohljóðandi skeyti heim til mömmu sinnar.)
Vilborg Traustadóttir, 11.3.2008 kl. 22:13
Hulda Margrét Traustadóttir, 13.3.2008 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.