4.4.2008 | 21:44
Páskar liðnir.....og fullt af hlutum að gerast á næstunni.........
Það var svo gaman á páskunum - Stella mín og Raggi og synirnir tveir voru hjá okkur, við hjúin fluttum okkur Því í gestaherbergið svo betur gæti farið um fjölskylduna - það var bara fínt að breyta til og prufa að vera gestur á eigin heimili.
Hulda mín og Tommi og dætur voru líka hér fyrir norðan og gistu hjá bróðir hans Tomma svo við fengum líka að njóta þeirra aðeins, en þar sem þau eru mikið skíðafólk sáum við aðeins minna af þeim skiljanlega.
Þetta voru góðir dagar og eiginmaðurinn sá að mestu um matseðilinn þessa daga og tókst afar vel til eins og hans er von og vísa.
Toppurinn í mat var þó líklega páskalambið á páskadagskvöld, kryddlegið lambalæri "a la José" og súkkulaðikaka í eftirrétt með jarðarberjum og rjóma "a la Margrét "sem við nutum öll saman og ekki spillti fyrir að barnabörnin voru með skemmtiatriði í "extra eftirrétt " - sem sé dans atriði af bestu gerð, þar sem ekkert var til sparað í töktum og tilþrifum - alveg dásamlegt !
Við Sölvi vorum dugleg í útivistinni og þegar uppgötvaður var sparkvöllur hér í grenndinni var gaman , og amman var komin á fullt í fótboltann með dóttursyninum og þótti bara nokkuð góð !
Eða eins og Sölvi sagði " Við gerum svo margt amma þegar allir hinir sofa" Ekki leiðinlegt að fá svona hrós.
Þetta var gaman en eins og alltaf of fljótt að líða - dagarnir flognir áður en við vissum af og eftir sat amman með tár í augum eins og svo oft áður....
Nú eru dætur mínar búnar að bóka mæðgnaferð til Minniapolis í Ameríkunni í nóvember
Ég dreg bara upp budduna og greiði fyrir mig......
Þá skal haldið í nokkurra daga ferð vestur um haf og ég verð að segja að ég er MJÖG spennt og aðalatriðið fyrir mér er að fá að vera með telpunum mínum alein í fimm daga og gera ekkert annað en elta þær og láta þær ráða för - enda eru þær heimskonur miklar og ferðaglaðar stúlkur og móðirin sem aðeins hefur komið til Evrópu á líklega eftir að vera stjörf af spenningi í þessu ferðalagi Við munum dvelja á Hilton hotel og það er aðeins steinsnar frá Mall of Amerika Jólagjafirnar verða auðveldar þetta árið .... Ég sagði við Stellu mína " Svo þurfum við að fara á söfn" " Hvaða söfn ?" var svarið - En hún fór í firra í svona ferð og Hulda líka svo ég á ekki von á miklum safnferðum enda - verð ég líklega alveg galin í búðunum, sér í lagi ef USD verður til friðs Er ekki kreppa ????
Þetta kemur allt í ljós - en gaman að stefna að einhverju svona extra skemmtilegu ! Og setja í sparnaðargírinn á öðrum sviðum.
Sem sagt allt gott af okkur og stefnan er líka tekin á Vestmannaeyjar í júní en þangað höfum við hjúin aldrei komið en þar sem Raggi tengdasonur er þaðan komin, er ekki lengur hægt að fresta för til Eyja - þvílíkt snilldar fólk sem kemur þaðan og þar býr....það verður gaman líka.
Svo eru tvö ár síðan við fórum til heimalands mannsins míns - sumarfrí í águst er á stefnuskránni þetta árið en hvað verður ? - Hann langar að skreppa heim, skiljanlega - hefur ekki hitt fólkið sitt í tvö ár og þá var ástandið ekki gott - "gamli" pabbi hans með krabbamein í blöruhálskirtli sem uppgötvaðist skömmu eftir að við komu út . Hann er komin yfir það núna sem betur fer og ég með áhyggjur af Sollu systir nýkomna úr aðgerð við ristilkrabbameini hér heima á sama tíma - maður var svona hálf "lost" En hún er líka á góðu róli í dag Margt hefur maður að þakka
Fer í rúmið með góða drauma í kvöld ....ánægjulega drauma um gott sumar hér og þar og allstaðar
Meira síðar.....
Athugasemdir
Svo er það auðvitað Póllandsferðin í maí!!!!;-)
Gaman hvað það var gaman hjá ykkur um páskana.
Heyrumst.
Vilborg Traustadóttir, 5.4.2008 kl. 09:21
Mikið hefur verið gaman hjá ykkur um páskana, alltaf gaman að fá börn og barnabörn í heimsókn.......og vá hvað það verður gaman hjá ykkur stelpunum í Ameríkuferðinni.......ég hef farið nokkrum sinnum til Eyja,mjög gaman, en fæ alltaf innilokunarkennd þar, fegin að komast aftur upp á land
knús
Svanhildur Karlsdóttir, 5.4.2008 kl. 10:27
POLSKA, POLSKA, verður því miður að bíða -ekki hægt að vera all over the world á einu ári..............hefði samt verið gaman..........en verður seinna ! Það er goggunarröðin Vilborg hehehe
Hulda Margrét Traustadóttir, 5.4.2008 kl. 15:27
Gaman að heyra af páskafjöri og sérlega sniðugar svona mæðgnaferðir myndi ég telja.
kveðja að vestan.
Magnús Þór Jónsson, 6.4.2008 kl. 09:37
Hvaða fýlukall er þarna á eftir tilkynningunni um Ameríkuferðina væna góð??
Takk fyrir frábæra páska..það var æði hjá ykkur eins og alltaf
Nú er bara stefnan að hlakka til Ameríkuferðarinna miklu ..enda í fyrsta skipti sem við förum þrjár saman svona eftir að við urðum fullorðnar
Pöntum nudd og andlitsbað og svoleiðis..(ég fór ekki í fyrra, heldur 2005..vá hvað tímin líður!!)
Heyrumst..
Stella.
Stella (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 21:34
Fýlukallinn var að arga á það að USD fari ekki uppúr öllu valdi ! Fyrst að lofa okkur að versla Já andlitsbað og nudd og guð má vita hvað ....eheheheheh
Hulda Margrét Traustadóttir, 7.4.2008 kl. 15:29
ó, merkið á eftir Ameríkunni.....hræðsla við það óþekkta. Aldurinn !
Hulda Margrét Traustadóttir, 7.4.2008 kl. 21:25
Ok..ok..tek þig trúanlega..í þetta sinnið
Stella (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.