Jæja.....búið að keppa þetta árið

Þetta var skemmtilegt kvöld, þannig séð - og engin vonbrigði þannig - maður er orðin vanur og þekkir orðið til austantjaldsatkvæðanna. Það er mín skoðun að það eigi að breyta keppninni og hafa austur Evrópu sér og vestur sér, annars verður þetta alltaf svona.

Mikið var ég þó ánægð með að Noregur komst í 5. sæti, frá byrjun hef ég elskað þetta lag. En 14. sætið er ekki slæmt fyrir fámenna þjóð og þau Regína og Friðrik Ómar voru að gera þetta mjög vel.

Ég fékk tár í augun og gæsahúð yfir einu lagi - Portugal enda var José búin að þýða fyrir mig textann alveg gullfallegur og söngurinn og túlkunin eftir því. Bara flott. Danir góðir en Svíar og Finnar síðri...en samt ágætislög - gef ekki mjög mikið fyrir Rússann þó hann sé með góða rödd fannst mér þetta nú svolítið væmið hjá honum, hefði líka átt að vera með skirtuna hneppta !

En nú taka önnur áhugamál við þar til byrjað verður á ný að velta sér uppúr næstu keppni.

Eigið góðan dag, knús frá Akureyri, fyrsti alvöru sumardagurinn í dag með sunnan þey og hita.

Næst verður letrið ekki bleikt, þetta var jú bara gert fyrir Eurobandið !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megum bara nokkuð vel við una..vil samt sjá breytingar..kemur allt í ljós..

Stella (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Já ég er sammála þér í því að hafa austur og vestur sér.   Friðrik og Regína stóðu sig vel, mjög flott hjá þeim, en mér fannst lítið varið í sigurlagið.

Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 25.5.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Mætti hafa austur og vestur sér og svo kepptu tvö efstu lögin þar til úrslita...He he he...Annars bara sátt.

Vilborg Traustadóttir, 25.5.2008 kl. 21:16

4 identicon

Ég vil að þjóðirnar sem eru á úrslitakvöldinu fái BARA að kjósa. Ekki allar 43 þjóðirnar.

EÐA televotes 50% og dómnefnd 50% á móti held að það sé það eina sem virki á móti atkvæðum þeirra sem hafa flust á milli landa. T.d gefa Þjóðverjar Tyrkjum ALLTAF 12 stig og fl. og fl.

Stella (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband